Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Stendur ríkið í vegi fyrir bættum námsárangri?

Ríkið stendur fyrir bókaútgáfu hér á landi til grunn- og gagnfræðaskóla undir merkjum Menntamálastofnunar. Samkeppnisforskot Menntamálastofnunar á þessum markaði er slíkt að í reynd mætti tala um lögbundna einokun. Sambærilegt fyrirkomulag þekkist ekki hjá þeim þjóðum sem við berum okkur hvað oftast …
16. mars 2017

Stuðningsstuðullinn lækkar um 6% á milli ára

Stuðningsstuðull atvinnulífsins var 1,17 árið 2016 sem er 6% lækkun á milli ára. Stuðullinn er skilgreindur sem hlutfallið á milli starfsfólks í einkageira og öðrum íbúum landsins. Hann segir því til um hversu margir einstaklingar eru studdir með skattheimtu eða millifærslum fyrir hvern vinnandi …
8. mars 2017

Er fjármálastefna stjórnvalda byggð á sandi?

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjármálastefnu til áranna 2017-2022. Ráðið gerir athugasemdir við áætluð afkomumarkmið, þá sér í lagi vegna þeirra forsendna sem stefnan byggir á. Stefnan segir til um að hagvöxtur verði mikill, verðbólga lág og gengi í krónu haldist stöðugt. Þá gerir stefnan …
2. mars 2017

Kristrún nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs

Kristrún Frostadóttir hefur verið ráðin hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Kristrún tekur við starfinu af Birni Brynjúlfi Björnssyni sem hefur starfað sem hagfræðingur ráðsins síðastliðin þrjú ár. Kristrún mun hefja störf i lok mars.
1. mars 2017

Tveir nýir félagar til Viðskiptaráðs

Tveir nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs á síðust vikum; Hagvangur og Guide to Iceland. Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Guide to Iceland er vinsælasta ferðasíða landsins sem leggur áherslu á að starfa í þágu lítilla …
27. febrúar 2017

27 skattabreytingar um áramótin

Um áramótin tóku gildi 27 skattabreytingar. Þar af voru skattahækkanir 18 talsins og skattalækkanir 9 talsins. Frá árinu 2007 hafa samtals verið gerðar 240 skattabreytingar. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ára.
23. febrúar 2017

Hvernig má bregðast við styrkingu krónunnar?

Styrking krónunnar hefur breytt aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Kaupmáttur hefur aukist en staða útflutningsfyrirtækja veikst. Hætta á ofrisi og falli krónunnar hefur nú myndast. Stjórnvöld ættu að bregðast við til að tryggja varanleika þess lífskjarabata sem sterkari gjaldmiðill hefur skilað.
20. febrúar 2017

Takk fyrir komuna á Viðskiptaþing 2017

Viðskiptaþing fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. febrúar frá 13.00-17.00. Viðskiptaþing 2017 bar yfirskriftina Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi og lutu efnistök að framtíð auðlindagreina á Íslandi. Viðskiptaráð Íslands þakkar gestum þingsins og framsögumönnum …
10. febrúar 2017

Pólitískar jarðsprengjur auðlindanna

Á fimmtudag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu. Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, …
9. febrúar 2017

Opnunartími skrifstofu 9. og 10. febrúar

Fimmtudaginn 9. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-17.00 og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs opin frá kl. 9.00 til 12.00. Skrifstofa ráðsins opnar kl. 10.00 föstudaginn 10. febrúar. Yfirskrift þingsins er „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina …
8. febrúar 2017

Sísvangir græðgiskapítalistar svara Steingrími J.

Steingrímur J. Sigfússon birti aðsenda grein á Kjarnanum í kjölfar úttektar okkar í Viðskiptaráði á umsvifum ríkisins á íslenskum fasteignamarkaði. Þar leggjum við til að ríkið selji almennt skrifstofu- og íbúðarhúsnæði í sinni eigu til að grynnka á skuldum og nýta slíkt húsnæði betur en raunin er í …
7. febrúar 2017

Breyttur opnunartími

Opnunartími á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands verður nú 9.00 - 16.00 frá og með mánudeginum 6. febrúar. Starfsfólk Viðskiptaráðs hvetur þau fyrirtæki sem nýta sér þjónustu vegna upprunavottorða og ATA Carnet skírteina að hafa breyttan opnunartíma í huga.
3. febrúar 2017

Kirkjur, brandarar og menningarverðmæti

Núverandi og fyrrverandi sóknarnefndarformenn Hrafnseyrarkirkju sendu frá sér tilkynningu þann 27. janúar síðastliðinn vegna úttektar Viðskiptaráðs á fasteignarekstri ríkissjóðs. Í tilkynningunni kalla formennirnir tillögu ráðsins um að ríkissjóður losi um eignarhald sitt á Hrafnseyrarkirkju „[…] …
31. janúar 2017

Ásta S. Fjeldsted ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

Gengið hefur verið frá ráðningu Ástu Sigríðar Fjeldsted í starf framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Ásta hefur starfað fyrir alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company frá árinu 2012. Áður starfaði Ásta hjá IBM í Kaupmannahöfn og stoðtækjaframleiðandanum Össur hf, bæði í Frakklandi og á …
30. janúar 2017

Við leitum að nýjum hagfræðingi

Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir nýjum hagfræðingi. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af skrifum og greiningarvinnu vegna útgáfu nýs efnis, miðlun í gegnum fjölmiðla og …
30. janúar 2017

Uppselt á Viðskiptaþing 2017

Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í viðburðinn. Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.00-17.00. Tekið er við skráningum á biðlista og við afskráningu fær efsti aðili á biðlista úthlutað sæti á þinginu.
27. janúar 2017

Ríkissjóður: stærsta fasteignafélag landsins

Ríkið er umsvifamesti fasteignaeigandi á Íslandi. Samtals á ríkissjóður 880 þúsund fermetra af húsnæði í um 1.000 fasteignum. Nýting þessara fasteigna er óhagkvæm, en ríkisstofnanir nota tvöfalt fleiri fermetra á hvern starfsmann en alþjóðleg viðmið segja til um.
25. janúar 2017

Dagskrá Viðskiptaþings 2017

Dagskrá Viðskiptaþings 2017 lítur nú dagsins ljós en efnistök lúta að auðlindageiranum sem er undirstaða verðmætasköpunar í hagkerfinu. Á Viðskiptaþingi 2017 verður fjallað um sjálfbæra nýtingu þessara auðlinda og tækifærin sem greinarnar standa frammi fyrir vegna umsvifamikilla breytinga á …
23. janúar 2017

Malbiksborgin Reykjavík

Malbikunarstöðin Höfði hf. er í fullri eigu Reykjavíkurborgar. Eignarhaldið virðist hafa hjálpað fyrirtækinu í samkeppni við einkaaðila. Markaðshlutdeild Höfða í útboðum Reykjavíkurborgar er þreföld samanborið við útboð Vegagerðarinnar. Með eignarhaldi á fyrirtækinu skapar borgin hagsmunaárekstur …
16. janúar 2017

Nýr starfsmaður Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið Leif Hreggviðsson sem sérfræðing á hagfræðisviði ráðsins. Starf hans mun fyrst og fremst snúa að málefnastarfi ráðsins, svo sem greiningarvinnu og skrifum.
10. janúar 2017
Sýni 1101-1120 af 2786 samtals