Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Upptaka af kosningafundi VÍ og SA

Upptaka af 90 mínútna kosningafundi Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins með leiðtogum stjórnmálaflokkanna er nú aðgengileg á YouTube rás Viðskiptaráðs Íslands. Fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi eða mældust með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum tóku þátt.
1. nóvember 2016

Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði

Ákvörðun kjararáðs um launahækkanir þingmanna og ráðherra er í engu samhengi við almenna þróun á vinnumarkaði, hvort sem horft er til skemmri eða lengri tíma.
1. nóvember 2016

Kaupum ekki köttinn í sekknum

Flestir stjórnmálamenn gefa kosningaloforð. Það er eðlilegur hluti kosningabaráttu og gefur kjósendum mynd af stefnu og forgangsröðun ólíkra flokka. Aftur á móti er engum greiði gerður með innstæðulausum eða vanhugsuðum loforðum. Stjórnmálaöfl með slík loforð í farteskinu standa frammi fyrir tveimur …
27. október 2016

Skattkerfið skiptir kjósendur máli

Þrír af hverjum fjórum kjósendum á Íslandi telja skattamál mikilvægt kosningamál. Þá telja tveir af hverjum þremur kjósendum skattbyrði sína of háa — en aðeins 1% kjósenda telur hana of lága. Í ljósi þessa hefur Viðskiptaráð kortlagt stefnu stjórnmálaframboðanna þegar kemur að skattkerfinu.
27. október 2016

Nýr starfsmaður Viðskiptaráðs Íslands

Védís Hervör Árnadóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í samskipta- og útgáfumálum hjá Viðskiptaráði Íslands. Védís mun jafnframt taka þátt í málefnastarfi ráðsins sem og annarri daglegri starfsemi. Hún hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.
25. október 2016

Hver bakar þjóðarkökuna?

Kynning Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins frá kosningafundi með leiðtogum stjórnmálaflokkanna er nú aðgengileg á vefnum. Kynningin var notuð sem grundvöllur umræðna um drifkrafta bættra lífskjara annars vegar og umgjörð atvinnulífsins hins vegar.
21. október 2016

Bein útsending frá stjórnmálaumræðum í Hörpu kl. 15

Bein útsending verður kl. 15.00 frá fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um atvinnulífið og stefnu stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Horfa má á útsendinguna á Vísi, Mbl og VB.
18. október 2016

Hversu hár verður kosningatékkinn?

Viðskiptaráð hefur áætlað kostnað hins opinbera vegna helstu kosningaloforða í yfirstandandi kosningabaráttu. Samanlegt myndu opinber útgjöld aukast um tvö hundruð milljarða á ári ef helstu loforðin væru uppfyllt. Slík hækkun jafngildir 27% aukningu heildarútgjalda ríkissjóðs.
17. október 2016

Um „hverfandi áhrif“ mistaka Hagstofunnar

Mistök Hagstofunnar við mælingu á vísitölu neysluverðs fóru fram hjá fáum. Stofnunin vanmat verðbólgu í mars á þessu ári um 0,27% og uppgötvaði mistökin í september. Vísitala þess mánaðar var þá hækkuð til að leiðrétta mistökin og nam heildarhækkun hennar í september því 0,48% í stað 0,21%.
17. október 2016

Hver bakar þjóðarkökuna?

Á þriðjudag fer fram opinn fundur um efnahags- og atvinnumál á vegum Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins. Leiðtogar stjórnmálaframboða munu þar svara lykilspurningum um efnahags- og atvinnumál: Hvernig á að fjármagna kosningaloforðin? Hvernig má tryggja lægri verðbólgu og vexti á Íslandi? Og …
13. október 2016

Breyttur opnunartími móttöku

Frá og með mánudeginum 10. október verður opnunartími móttöku Viðskiptaráðs, vegna upprunavottorða og ATA Carnet skírteina, frá kl. 8.30-16.00 alla virka daga.
7. október 2016

Traust til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi

Traust almennings til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi og hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust árið 2010. Þá bera fjórir af hverjum fimm einstaklingum traust til eigin vinnuveitanda. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var af Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og …
5. október 2016

Stjórnmálaleiðtogar ræddu skattkerfisumbætur

Fimmtudaginn 30. september sl. fór fram fundur Viðskiptaráðs og Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem nýlegar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu voru ræddar. Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnarinnar, kynnti tillögur hennar og að því loknu fóru fram …
4. október 2016

Ást og hatur í 100 ár

Uppúr 1914 kvöddu bændur það eldforna búskaparlag frumstæðra þjóða að nytja sauðfé sem mjólkurpeníng. Þó ótrúlegt sé rækta þeir það enn til kjöts og reyna síðan að troða kjötinu með ríkismeðgjöf uppá útlendinga sem fúlsa við því. Þessi bitvargur, sauðkindin, hefur gegnum tíðina gert úr Íslandi það …
27. september 2016

Morgunverðarfundur um skattkerfið - Vel smurð vél eða víraflækja?

Þann 29. september stendur Viðskiptaráð og félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) fyrir morgunverðarfundi kl. 8.30-10.00 á Grand hótel Reykjavík um íslenska skattkerfið í samstarfi. Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu …
22. september 2016

Vegna athugasemda Landspítala

Landspítali hefur gert athugasemdir við umfjöllun Viðskiptaráðs sem birtist þann 19. september síðastliðinn undir yfirskriftinni „Óskilgreind fjárútlát gagnast ekki sjúklingum“. Viðskiptaráð bregst hér við athugasemdum spítalans.
22. september 2016

Jákvæðar en ófjármagnaðar breytingar í frumvarpi um almannatryggingar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar. Viðskiptaráð styður að mestu leyti breytingar frumvarpsins. Ráðið gagnrýnir þó að fjármögnun breytinganna liggi ekki fyrir og að ekki sé kveðið á um að samstarfsverkefni skuli sett af …
21. september 2016

Óskilgreind fjárútlát gagnast ekki sjúklingum

Undanfarnar vikur hafa flest stjórnmálaöfl lofað auknum fjárútlátum til heilbrigðiskerfisins á næsta kjörtímabili. Ekkert þeirra hefur hins vegar tilgreint nánar með hvaða hætti þeim viðbótarfjármunum skuli varið. Ný úttekt ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company varpar ljósi á vandann við slík …
19. september 2016

Ellefu milljónum veitt úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs

Í gær fór fram önnur úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Alls var ellefu milljónum króna úthlutað til fjögurra verkefna. Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi.
16. september 2016

Ódýr umræða um verðlagsþróun

Afnám almennra vörugjalda um áramótin 2014-2015 var tímamótaskref fyrir bæði neytendur og fyrirtæki hérlendis. Verðlagseftirlit ASÍ hefur gengið hart fram í kjölfar skattalækkunarinnar og fullyrt að hún hafi ekki skilað sér til neytenda. Þar sem fullyrðingar eftirlitsins hafa ratað víðar í umræðunni …
14. september 2016
Sýni 1141-1160 af 2786 samtals