Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Nýjar tillögur um þunna eiginfjármögnun of íþyngjandi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna breytingartillagna við frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Með breytingartillögum við frumvarpið eru m.a. sett fram ákvæði sem eiga að sporna við svokallaðri þunnri eiginfjármögnun. Að mati …
9. september 2016

Tímabær umræða um skattkerfið

Viðskiptaráð fagnar því frumkvæði sem nýjar tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangsins um breytingar og umbætur á skattkerfinu fela í sér. Endurskoðun á skattkerfinu sem miðar að aukinni skilvirkni og einfaldleika er löngu tímabært skref. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir muni ríkja á meðal …
8. september 2016

Gjaldeyrismál: frelsi aukið verulega

Með frumvarpi um lög um gjaldeyrismál er frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu og til gjaldeyrisviðskipta aukið verulega. Viðskiptaráð fagnar frumvarpinu sem markar tímamót í íslensku viðskiptaumhverfi. Ráðið hefur ítrekað bent á skaðsemi langvarandi …
7. september 2016

Einföldun regluverks atvinnulífsins fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps sem miðar að því að einfalda regluverk atvinnulífsins. Breytingarnar einfalda lagaum­hverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu fyrirtækja. Einnig eru lagðar til breytingar sem er ætlað að sporna …
5. september 2016

Vilt þú móta íslenskt viðskiptaumhverfi?

Viðskiptaráð Íslands leitar að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af skrifum og greiningarvinnu vegna útgáfu nýs efnis, miðlun í gegnum fjölmiðla og þátttöku í mótun stefnu ráðsins.
3. september 2016

Er steypa í útreikningum ASÍ?

Verðlagseftirlit ASÍ birti fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt er að engar vísbendingar séu um að afnám vörugjalda á byggingarvörur hafi skilað sér í lægra verði til neytenda. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við bæði vinnubrögð og ályktanir eftirlitsins. Þannig notast ASÍ við rangan …
2. september 2016

Platome nýr félagi í Viðskiptaráði

Sprotafyrirtækið Platome hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs. Platome þróar aðferðir fyrir vísindamenn sem rannsaka stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum og stuðla að framförum í læknisfræði.
2. september 2016

Fyrsta fasteign: betri leiðir í boði

Með frumvarpi um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð áforma stjórnvöld að styðja einstaklinga sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Viðskiptaráð tekur undir markmið frumvarpsins en telur að árangursríkari leiðir standi til boða.
31. ágúst 2016

Hugvit leyst úr höftum

Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla McKinsey & Company „Charting a Growth Path for Iceland“ sem kom út árið 2012. Hlutleysi einkenndi skýrsluna en fyrirtækið vann hana án afskipta innlendra aðila og án endurgjalds. Að mati McKinsey fólust helstu …
30. ágúst 2016

Hærri fæðingarorlofsgreiðslur væru framfaraskref

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins vegna draga að frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Með frumvarpinu er annars vegar lagt til að fæðingarorlof foreldra verði lengt og hins vegar að mánaðarleg hámarksgreiðsla úr fæðingarorlofssjóði verði hækkuð. …
25. ágúst 2016

Skattasniðganga takmörkuð með frumvarpi um þunna eiginfjármögnun

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. Breytingarnar sem frumvarpið kveður á um hafa það að markmiði að takmarka möguleika á skattasniðgöngu með svokallaðri þunnri eiginfjármögnun. Viðskiptaráð …
18. ágúst 2016

Leiðin að aukinni hagsæld

Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company gaf út skýrslu um íslenska hagkerfið árið 2012. Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar skýrslunnar uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna …
17. ágúst 2016

Viðskiptaráð fagnar hagfelldara fyrirkomulagi námsstuðnings

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til laga um námslán og námsstyrki. Viðskiptaráð telur frumvarpsdrögin vera til mikilla bóta og vega þar þyngst hagfelldara stuðningsfyrirkomulag og bættar endurheimtur á útlánum sem draga úr …
16. ágúst 2016

Ófjármagnaðar breytingar í frumvarpi um almannatryggingar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um almannatryggingar. Viðskiptaráð styður breytingar frumvarpsins en gagnrýnir þó að fjármögnun breytinganna liggi ekki fyrir. Hvetur ráðið til þess að breytingarnar verði fjármagnaðar með …
27. júlí 2016

The Icelandic Economy 2016: kynning

Viðskiptaráð hefur gefið út glærukynningu um efni skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“. Í henni má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi fyrir kynningar á íslensku efnahagslífi.
22. júlí 2016

Auglýst eftir umsóknum um rannsóknastyrki

Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands er nú opinn fyrir styrkumsóknir. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 og veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs. Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2016.
7. júlí 2016

Sumaropnun 18. júlí til 5. ágúst

Styttur opnunartími verður á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands frá 18. júlí til 5. ágúst, en þá verður opið frá klukkan 9 til 14. Hefðbundinn opnunartími, frá klukkan 8 til 16, tekur við á ný mánudaginn 8. ágúst.
1. júlí 2016

Rúmlega 600 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Stærsta brautskráning frá stofnun Háskólans í Reykjavík fór fram laugardaginn 18. júní þegar 641 nemandi brautskráðist við hátíðlega athöfn í Hörpu. Í hátíðarræðu Katrínar Olgu hvatti hún nemendur til að skoða tækifæri sem er að finna í alþjóðageiranum, geira sem byggir ekki á auðlindum heldur …
28. júní 2016

Búvörusamningar rökræddir

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, tókust á um nýja búvörusamninga á Hringbraut þann 5. júní. Viðskiptaráð leggst gegn samningunum og lagði til í umsögn sinni til Alþingis til að viðræður um búvörusamninga væru hafnar upp á nýtt.
14. júní 2016

Ísland ohf.

Atvinnurekstur hins opinbera spannar 23 atvinnugreinar og yfir 70 ólíka rekstraraðila. Samtals starfa ríflega 7.000 einstaklingar hjá þessum aðilum – sem gerir hið opinbera að stærsta atvinnurekanda á Íslandi mælt í fjölda starfsmanna. Þetta kemur fram í nýrri kortlagningu Viðskiptaráðs Íslands á …
13. júní 2016
Sýni 1161-1180 af 2786 samtals