Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Stór hluti almennings styður afnám stimpilgjalds

Viðskiptaráð styður eindregið frumvarp um afnám stimpilgjalda og fagnar framlagningu þess. Ráðið telur gjaldið draga úr veltu og hafa neikvæð áhrif á verðmyndun og velferð, þar sem það hækkar viðskiptakostnað og leiðir til óhagkvæmrar nýtingar eigna. Könnun Viðskiptaráðs í aðdraganda …
4. apríl 2025

Hve lengi tekur sjórinn við?

Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar …
4. apríl 2025

Jafnlaunavottun kostað milljarða án þess að skila marktækum árangri

Viðskiptaráð fagnar frumvarpi sem gerir jafnlaunavottun valkvæða og telur það mikilvægt skref í átt að einfaldara og hagkvæmara regluverki. Ráðið bendir á að skyldubundin jafnlaunavottun hafi kostað vinnustaði milljarða án þess að sýnt hafi verið fram á marktækan mun á árangri milli þeirra sem …
3. apríl 2025

Auknar kvaðir vega að jafnræði milli atvinnugreina

Viðskiptaráð hefur veitt umsögn um frumvarp sem felur í sér auknar kröfur um gagnsæi í eignarhaldi útgerða. Ráðið varar við því að frumvarpið skekki jafnræði atvinnugreina með íþyngjandi upplýsingaskyldu og auki rekstrarbyrði sjávarútvegsfyrirtækja. Þá telur ráðið óljóst hvort þörf sé á nýrri …
2. apríl 2025

Takmarka þarf útgjaldavöxt ríkisins

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til breytinga á lögum um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér innleiðingu svokallaðrar stöðugleikareglu, sem er ætlað að takmarka útgjaldavöxt ríkisins nema samsvarandi tekjur komi á móti. Ráðið styður markmið frumvarpsins um stöðugleika í …
2. apríl 2025

Koma þarf í veg fyrir tafir á orkuöflun og innviðauppbyggingu

Viðskiptaráð hefur veitt umsögn um breytingartillögu um virkjunarleyfi til bráðabirgða. Ráðið styður markmið hennar en telur jafnframt nauðsynlegt að hún taki einnig til virkjunarleyfa sem áður hafa verið samþykkt og lögfest verði sambærilega bráðabirgðaheimild vegna framkvæmdaleyfa til að koma í …
1. apríl 2025

79% fylgjandi samræmdum prófum

Vegna ummæla forstjóra Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) um að „fámennum hópi standi stuggur að þeim breytingum sem hafa verið boðaðar“ á námsmati í grunnskólum vill Viðskiptaráð koma eftirfarandi á framfæri.
1. apríl 2025

Sala Íslandsbanka mikilvægt skref

Viðskiptaráð fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að ljúka sölu á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og telur sölu ríkiseigna í fjármálakerfinu nauðsynlega til að auka hagkvæmni og samkeppni. Með faglegri framkvæmd og aðkomu erlendra fagfjárfesta má hámarka virði fyrir ríkið og draga …
1. apríl 2025

Ófjármögnuð neytendastefna

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um stefnu í neytendamálum til 2030. Viðskiptaráð gagnrýnir að þrátt fyrir ábendingar á fyrri stigum hafi stefnan enn ekki verið kostnaðarmetin og umfjöllun um fjármögnun sé ófullnægjandi. Ráðið geldur varhug við þeirri óheillaþróun að ríkisútgjöld séu aukin með því …
25. mars 2025

Auka þarf samkeppnishæfni landbúnaðar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum. Nái frumvarpið fram að ganga situr eftir sú áskorun að búa íslenskum landbúnaði samkeppnishæft umhverfi sem styður við framþróun greinarinnar en að mati ráðsins er sértæk undanþága frá almennum reglum …
25. mars 2025

Ólíklegt að frumvarpið stuðli að auknu framboði á leigumarkaði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Með frumvarpinu eru lagðar til auknar takmarkanir fyrir ráðstöfun fasteignar til heimagistingar og reglur um hana hertar. Að mati ráðsins er hætt við að þvert gegn markmiðum …
24. mars 2025

Vilhjálmur Egilsson áritaði nýja bók

Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og alþingismaður, heimsótti Hús atvinnulífsins í dag til að kynna bók sína sem kom út á dögunum og ber heitið Vegferð til farsældar.
21. mars 2025

Raforkuöryggi verður aðeins tryggt með aukinni framleiðslu og uppbyggingu

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til breytinga á raforkulögum sem er ætlað að auka raforkuöryggi og veita heimilum og almennum notendum forgang. Viðskiptaráð ítrekar nauðsyn þess að almenningur og fyrirtæki búi við eins mikið raforkuöryggi og kostur er á. Þeim markmiðum verði þó …
21. mars 2025

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til enn frekari afhúðunar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Viðskiptaráð er fylgjandi frumvarpinu og hvetur stjórnvöld til að ganga enn lengra í vegferð sinni við að samræma íslenskar reglur við EES reglur og falla frá of íþyngjandi reglusetningu umfram tilefni.
20. mars 2025

Rammáætlun taki mið af áskorunum í orkumálum.

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Viðskiptaráð undirstrikaði í umsögninni þá afstöðu sína að orkuöflun verði að aukast í takt við vöxt íslensks samfélags ef lífskjör á Íslandi eiga ekki að gefa eftir …
20. mars 2025

Kílómetragjald og hækkun kolefnisgjalds framundan

Fjármála- og efnhagsráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um kílómetragjald sem lið í innleiðingu nýs kerfis sem á að tryggja sjálfbæra tekjuöflun af bifreiðum og felur m.a. í sér enn meiri hækkun kolefnisgjalds. Ráðið hvetur stjórnvöld til að greina betur áhrif hækkunar kolefnisgjalds á …
20. mars 2025

Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, svarar skrifum Ingu Sæland félagsmálaráðherra um fyrirhugaðar breytingar á bótakerfi almannatrygginga. Í grein ráðherrans segir m.a. að gjá hafi myndast milli launa og örorkubóta en þegar betur er að gáð reynist hið gagnstæða vera raunin, líkt og Gunnar …
19. mars 2025

Eflum samkeppni - aukum skilvirkni

Morgunfundur um hvernig efla megi samkeppni og auka skilvirkni á Íslandi. Fundurinn fer fram 27. mars næstkomandi, frá 08:30 til 12:00, á Hilton Reykjavík Nordica.
17. mars 2025

Endurupptaka stöðvarskyldu afturför á leigubílamarkaði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn við breytingu á leigubílalögum. Breytingin felur í sér afturför á leigubílamarkaðnum með endurupptöku stöðvarskyldu og auknum eftirlitskröfum. Í stað þess að auka frjálsræði á markaðnum hyggjast stjórnvöld reisa enn frekari aðgangshindranir.
13. mars 2025

Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um fyrirhugaðar breytingar á bótum almannatrygginga. Í greininni dregur hann fram þann mikla kostnað sem breytingarnar munu hafa í för með sér og hvernig sá kosnaður mun falla til þegar hagkerfið má sýst við því.
12. mars 2025
Sýni 121-140 af 2786 samtals