
Nýtt frumvarp, sem takmarkar skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis, gengur gegn markmiðum sínum. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Þá varar ráðið við því að strangari reglur um skammtímaleigu ýti undir ólöglega starfsemi og auki réttaróvissu. Ráðið hefur sérstakar áhyggjur af tillögu frumvarpsins um …
21. maí 2025

Viðskiptaráð lýsir áhyggjum af auknum umsvifum RÚV og minnkandi sjálfstæði einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins um frumvarp sem felur í sér breytingar á opinberu styrkjakerfi fjölmiðla. Ráðið gagnrýnir styrkjakerfið sem viðheldur ósanngjörnu samkeppnisumhverfi þar sem …
20. maí 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ráðið fagnar þeim umbótum sem boðaðar eru á jöfnunarfyrirkomulagi sveitarfélaga í fyrirliggjandi frumvarpi, en telur að tilefni sé til róttækari endurskoðunar. Ráðið ítrekar að núverandi fyrirkomulag …
14. maí 2025

Viðskiptaráð hefur sent fjármála- og efnahagsráðherra bréf með hvatningu um að lagfæra ágalla sem veldur tvísköttun fjárfestinga á milli fyrirtækja í gegnum verðbréfasjóði. Í bréfinu er bent á að þessi tvískattlagning dragi úr samkeppnishæfni skattkerfisins og umfangi fjárfestinga hérlendis.
14. maí 2025

„Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi.“
9. maí 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar tillögu til þingályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030. Ráðið fagnar áformum um að draga eigi úr umsvifum hins opinbera á áætlunartímabilinu og hagræða eigi í ríkisrekstri. Aftur á móti skortir verulega útfærslur á hagræðingum og lítil áhersla lögð á …
2. maí 2025

Frumvarp menntamálaráðherra um framhaldsskóla færir áherslu frá einkunnum yfir í matskennd og óskýr sjónarmið við innritun í skólana. Með því að gera öðrum þáttum en námsárangri hærra undir höfði er hætt við að frændhygli og geðþótti ráði för. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarpið.
30. apríl 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar tillögu verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar að flokkun tíu vindorkuverkefna. Ráðið lýsir áhyggjum af því að enginn kostur hafi verið flokkaður í nýtingarflokk, þrátt fyrir langvarandi vinnu, og bendir á skort á stefnumótun, heildstæðu mati og …
28. apríl 2025

Viðskiptaráð leitar að metnaðarfullum einstaklingi í sumarstarf á málefnasviði. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs, með áherslu á skrif og greiningar. Háskólanemar í hagfræði og lögfræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
25. apríl 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Ráðið styður áherslur stjórnvalda um aukna skilvirkni og minna flækjustig, og leggur jafnframt til að farið verði enn lengra í að samþætta …
25. apríl 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Frumvarpið felur í sér nokkrar úrbætur sem ráðið fagnar en ítrekar gagnrýni sína á fyrirkomulag rammaáætlunar. Í stað þess að stuðla að gagnsæi og sátt, hafi rammaáætlun reynst dragbítur á …
24. apríl 2025

„Stjórnvöld hafa komið á fót tvískiptu kerfi. Opinberir fjármunir eru nýttir til að byggja eignir sem aðeins þeir sem greiða í ákveðin stéttarfélög fá aðgang að og aðild að þeim þannig gerð ákjósanlegri á kostnað hins almenna markaðar. Þetta ætla stjórnvöld að gera áfram á stórum skala, en af 9.000 …
23. apríl 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum. Ráðið fagnar frumvarpinu og telur það mikilvægt framfaraskref í átt að skýrari og skilvirkari umgjörð um raforkuviðskipti hér á landi. Skilvirkur markaður með raforku er mikilvægur hlekkur í skipulagi raforkumála …
23. apríl 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp um breytingar á bótum almannatrygginga. Breytingin raskar jafnvægi milli bótaþega og vinnandi fólks og með því að binda bótafjárhæðir við launavísitölu í stað launaþróunar. Viðskiptaráð leggst gegn breytingunni þar sem hún felur í sér þríþættan …
22. apríl 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum. Ráðið gagnrýnir þær íhlutanir sem lagðar eru til á leigumarkaði. Frumvarpið felur í sér óhóflegar takmarkanir á eignarrétti og samningsfrelsi, sem geti dregið úr framboði leiguhúsnæðis og haft neikvæð áhrif á …
22. apríl 2025

Stjórnvöld áforma að 45% nýrra íbúða í Reykjavík fari í niðurgreidd húsnæðisúrræði utan almenns markaðar á næstu árum. Stefnan felur í sér ógagnsæja meðgjöf til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila, áhættutöku fyrir ríkissjóð og framboð á skjön við þarfir íbúa. Viðskiptaráð leggur til breytta stefnu …
15. apríl 2025

Viðskiptaráð fagnar markmiðum frumvarps um sameiningu níu sýslumannsembætta í eitt. Ráðið telur þó að frumvarpið, í núverandi mynd, tryggi ekki raunverulegt rekstrarhagræði, heldur feli fyrst og fremst í sér skipulagsbreytingu án sparnaðar. Með hliðsjón af fyrri sameiningum opinberra stofnana telur …
9. apríl 2025

Viðskiptaráð hefur veitt umsögn um frumvarp um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins. Þó ráðið fagni aukinni samhæfingu og skilvirkni, þá er frumvarpið of opið fyrir miðstýringu og ríkisvæðingu upplýsingatækniverkefna. Ráðið varar við of víðtæku valdsviði ráðherra og skorti á samráði við …
8. apríl 2025

Viðskiptaráð lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á veiðigjaldi, sem fela í sér íþyngjandi skattlagningu á eina af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Ísland er eina landið þar sem sérstök gjöld á sjávarútveg standa undir öllum opinberum kostnaði vegna greinarinnar. Áformin um hækkun …
4. apríl 2025

Viðskiptaráð, ásamt fleiri samtökum, hafa tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (ETS- og ETS2-kerfið). Samtökin leggja til að frumvarpið verði endurskoðað með áherslu á að forðast tvöfalda …
4. apríl 2025
Sýni 101-120 af 2786 samtals