
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp um breytingar á bótum almannatrygginga. Ráðinu hugnast breytingarnar ekki, þar sem að þær munu leiða til aukins kostnaðar við kerfið, sem mun helst falla til þegar hagkerfið er í niðursveiflu. Þær munu einnig leiða til þess að kjör launþega munu rýrna …
12. mars 2025

Ragnar Sigurður Kristjánsson, hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs, svarar gagnrýni Þórðar Snæs Júlíussonar á úttekt þess um íslenska fjölmiðlamarkaðinn. Þórður dregur úr mikilvægi tillagna ráðsins og gagnrýnir þær sem kreddukenndar. Í svari Ragnars er skýrt hvernig tillögur ráðsins miða að því …
10. mars 2025

„Færni og framtíðartækifæri grunnskólabarna eiga að vera undir þeim sjálfum komin. Það leiðir til betri árangurs bæði fyrir nemendur og skólakerfið í heild,“ segir í nýrri grein eftir Björn Brynjúlf Björnsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á Vísi.is í morgun.
7. mars 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til skoðunar frumvarp sem felur í sér breytingar á opinberu styrkjakerfi fjölmiðla. Ráðið varar við að slíkt kerfi viðhaldi ósjálfbæru rekstrarumhverfi og veikji sjálfstæði einkarekinna fjölmiðla. Þess í stað leggur ráðið til að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði og …
7. mars 2025

Viðskiptaráð telur brýnt að leiðrétta skakka samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði, þar sem ríkisfjölmiðill nýtur umfangsmikilla opinberra framlaga á kostnað einkarekinna miðla. Ráðið styður tillögu um aukið valfrelsi neytenda við ráðstöfun útvarpsgjalds og telur hana skref í rétta átt til að efla …
7. mars 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Núverandi fyrirkomulag sjóðsins vinnur gegn hagræði, sameiningu og ráðdeild á sveitarstjórnarstiginu. Ráðið telur réttast að sjóðurinn sé lagður niður en nokkrar fyrirliggjandi breytingar eru þó til …
7. mars 2025

Viðskiptaþing 2025 fór fram þann 13. febrúar í Borgarleikhúsinu. Upptaka frá þinginu er nú aðgengileg, þar sem hægt er að sjá erindi allra fyrirlesara sem tóku þátt í ár, ásamt pallborðsumræðum.
6. mars 2025

Umsvif einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hafa minnkað undanfarin ár. Á sama tíma fer vægi hins opinbera á fjölmiðlamarkaði vaxandi og erlend samkeppni eykst. Vinda ætti ofan af þeim skekkjum sem eru á fjölmiðlamarkaði þannig að heilbrigð samkeppni fái þrifist og innlendir miðlar geti dafnað án …
5. mars 2025

Viðskiptaráð hefur skilað þriðju umsögn sinni um frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um námsmat í grunnskólum. Ráðið fagnar því að nú sé áformað að leggja fyrir skyldubundin samræmd próf í íslensku og stærðfræði auk þess að birta niðurstöðurnar opinberlega. Hins vegar gagnrýnir ráðið að áfram eigi …
5. mars 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem er ætlað að lögfesta framkvæmd meðalhófsprófunar við breytingar á lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum um lögverndun starfa. Ráðið ítrekar fyrri umsagnir og fagnar frumvarpinu.
4. mars 2025

Í dag eru liðin 36 ár frá afnámi bjórbannsins á Íslandi. Þrátt fyrir að banninu hafi verið aflétt er hið opinbera enn umsvifamikið á áfengismarkaði og tekur til sín 2/3 af söluverði bjórs í formi opinberra gjalda og álagningar. Áfengisverð á Íslandi er það hæsta á Norðurlöndum fyrir vikið.
1. mars 2025

Viðskiptaráð hefur ásamt Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins tekið til umsagnar áform um frumvarp á breytingum laga um opinber fjármál. Ráðið styður þau markmið sem stefnt er að en telur þörf er á skýrari reglum um þróun útgjalda, lækkun skulda og skattheimtu.
28. febrúar 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Viðskiptaráð fagnar frumvarpinu og tekur undir að eyða þurfi óvissu um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar.
28. febrúar 2025

Viðskiptaráð kynnir nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi miðvikudaginn 5. mars á Vinnustofu Kjarval, á 2. hæð. Helga Arnardóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Einar Stefánsson taka þátt í umræðum að kynningu lokinni.
25. febrúar 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarpsdrög um breytingar á lögum um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Ráðið hvetur stjórnvöld til að ljúka söluferlinu eins fljótt og auðið er og hefja undirbúning á sölu á hlut í Landsbankanum.
24. febrúar 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar beiðni stýrihóps um tillögur að endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum. Ráðið telur löngu tímabært að ráðast í umbætur á augljóslega gölluðu kerfi með sameiningu heilbrigðisumdæma og útvistun eftirlits.
21. febrúar 2025

Í tengslum við Viðskiptaþing gáfum við út sérblað í samvinnu við Viðskiptablaðið. Blaðið er alls 32 síður en þar er að finna áhugaverð viðtöl við þátttakendur þingsins auk greina frá starfsfólki Viðskiptaráðs og þátttakenda í pallborði á Viðskiptaþingi.
21. febrúar 2025

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um mikilvægi hagræðingar í opinberum rekstri, en með henni má bæta gæði opinberrar þjónustu án aukinna útgjalda og samtímis skapa svigrúm til lækkunar skatta.
19. febrúar 2025

Hópur nemenda við Verzlunarskóla Íslands kom í heimsókn til Viðskiptaráðs í gær. Þar fengu nemendurnir kynningu á ráðinu frá Birni Brynjúlfi Björnssyni, framkvæmdastjóra, og Gunnari Úlfarssyni, hagfræðingi ráðsins.
19. febrúar 2025

Styrkþegar í ár eru Brimar Ólafsson, Hildur Hjörvar, Kári Rögnvaldsson og Svala Sverrisdóttir. Hvert þeirra hlýtur styrk að upphæð 1.000.000 kr.
18. febrúar 2025
Sýni 141-160 af 2786 samtals