Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Fullur salur og líflegar umræður um stefnu í menntamálum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til síðdegisfundar um stöðu og stefnu í menntamálum. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður fóru fram bæði í erindum og pallborði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fundarstjóri, setti fundinn og bauð Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, …
10. október 2014

Kapp án forsjár hjá BSRB

Viðskiptaráð stóð nýverið fyrir erindi á morgunverðarfundi um stöðu og horfur í ríkisfjármálum. Þar kom fram að rekstraraðlögun ríkisins frá efnahagshruni hafi að mestum hluta verið í formi aukningar skatttekna og samdráttar í fjárfestingum í stað aðhalds í rekstrar- og launakostnaði.
6. október 2014

Framtíðarsýn í menntamálum - síðdegisfundur 9. október

Fimmtudaginn 9. október næstkomandi munu Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fjalla um stöðu og stefnu í menntamálum á síðdegisfundi á Grand Hótel Reykjavík.
3. október 2014

Brúun fjárlagahallans: hvaða leið var farin?

Fjárlagagatið sem myndaðist í efnahagskreppunni árið 2008 hefur nú verið brúað og nýtt fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir afgangi af rekstri ríkisins annað árið í röð. Af því tilefni gerði Viðskiptaráð úttekt á eðli og samsetningu þessa viðsnúnings. Með hvaða hætti sneru stjórnvöld rekstrinum við? …
2. október 2014

Ísland möguleg miðstöð alþjóðlegra gerðardóma

BBA-Legal, Fransk- íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) í samvinnu við Nordic Arbitration Centre og Viðskiptaráð Íslands héldu á dögunum morgunverðarfund þar sem franski prófessorinn Gilles, Cuniberti, hélt fyrirlestur um þau atriði sem efst eru á baugi í löggjöf um gerðardóma í Evrópu.
25. september 2014

Breytingar á neyslusköttum og barnabótum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt og brottfall laga um vörugjöld. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram: Breytingar á neyslusköttum auka kaupmátt heimila um 0,4% að …
23. september 2014

Innleiðing hagræðingartillagna

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera, er nú aðgengileg á vefnum. Í erindi Björns kom fram að við brúun fjárlagahalla ríkissjóðs hafi hækkun skatttekna vegið þyngra en lækkun útgjalda.
23. september 2014

Frá orðum til athafna: innleiðing hagræðingartillagna

Í dag, fimmtudaginn 18. september, fór fram fundur um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera og samfara honum hefur Viðskiptaráð gefið út nýja skoðun um hagræðingu í ríkisrekstri og framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:
18. september 2014

Morgunverðarfundur um stöðu og horfur í ríkisfjármálum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til morgunverðarfundar um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera. Sala ríkiseigna og framvinda tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar voru meðal umræðuefna.
18. september 2014

Viðskiptaráð Íslands 97 ára

Í dag, 17. september 2014, eru 97 ár liðin frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands (áður Verslunarráð Íslands). Ráðið hefur starfað óslitið frá stofnun þess árið 1917 sem gerir það að einu elsta starfandi félagi landsins. Frá upphafi hefur ráðið verið sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs og …
17. september 2014

Rangfærslur VR og ASÍ um áhrif nýrra fjárlaga

Stjórn VR sendi frá sér ályktun í fyrradag þar sem nýjum fjárlögum var harðlega mótmælt. Stjórnin fullyrðir að boðaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu leggist „með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann hæsta.“ Þá hefur forseti ASÍ sagt að breytingarnar komi einkum illa við …
12. september 2014

Svart box í Seðlabankanum?

Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands …
12. september 2014

Breyttur opnunartími föstudaginn 12. september

Vakin er athygli á því að á föstudaginn 12. september lokar skrifstofa Viðskiptaráðs Íslands kl. 14.00 vegna starfsmannafundar. Skrifstofa ráðsins opnar á ný kl. 8.00 mánudaginn 15. september.
10. september 2014

Tímabærar breytingar á neyslusköttum

Viðskiptaráð fagnar áformum um endurskoðun neysluskatta í nýjum fjárlögum. Endurskoðun neysluskatta er löngu tímabær. Tollar og vörugjöld eru margfalt hærri hérlendis en í nágrannalöndunum og almennt þrep virðisaukaskatts er það næsthæsta í heimi.
9. september 2014

Morgunverðarfundur um aðhald í ríkisrekstri

Fimmtudaginn 18. september, kl. 8.30-10.00, standa Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Er
8. september 2014

Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Í umsögninni kemur fram að Viðskiptaráð telur rétt að innlend löggjöf á sviði fjármálamarkaða sé í samræmi við löggjöf á evrópska efnahagssvæðinu. Í …
4. september 2014

Ábending um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands

Viðskiptaráð Íslands hefur sent fjármála- og efnahagsráðherra og umboðsmanni Alþingis bréf með ábendingum um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Bréfið er sent í kjölfar fjölda athugasemda frá aðildarfélögum ráðsins varðandi starfshætti bankans við afgreiðslu undanþágubeiðna.
3. september 2014

Vinnulag við umsóknir um upprunavottorð

Þann 8. ágúst var tekið í notkun rafrænt umsóknarkerfi um upprunavottorð til þess að bæta þjónustu og auka rekjanleika vottorða samkvæmt reglum Alþjóða viðskiptaráðsins. Vakin er athygli á því að frá og með deginum í dag verður einungis tekið við umsóknum um upprunavottorð í gegnum rafrænt …
1. september 2014

Úrslit International Chamber Cup golfmótsins

Alþjóðlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna fór fram í gær í blíðskaparviðri á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta farandbikar og var það lið Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins sem hafði sigur eftir jafna og harða baráttu.
29. ágúst 2014

Úrskurður EFTA um verðtryggingu neytendalána

Í morgun birti EFTA-dómstóllinn niðurstöðu varðandi tilskipun Evrópusambandsins um neytendalán og var hún að ekki er lagt almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána. Það er því íslenskra dómstóla að meta hvernig fara skuli með verðtrygginguna og að meta lögmæti samningsskilmála um …
28. ágúst 2014
Sýni 1441-1460 af 2786 samtals