
Borgun hf hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011.
2. desember 2014

Vodafone (Fjarskipti hf.) hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011.
2. desember 2014

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (endurbygging og viðhald kirkna). Með frumvarpinu er lagt til að þjóðkirkjusöfnuðum og skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum verði …
27. nóvember 2014

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um yfirskattanefnd. Með frumvarpinu er m.a. lagt til að yfirskattanefnd taki við verkefnum ríkistollanefndar og ríkistollanefnd verði lögð niður.
26. nóvember 2014

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram: Frumvarpið kveður m.a. á um það að tilvísun til leiðbeininga OECD um milliverðlagningu verði felld brott.
21. nóvember 2014

Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar rekur íslenska ríkið í gegnum Fríhöfnina ehf. sex verslanir sem í sumum tilfellum eru í beinni samkeppni við innlenda smásala. Verslanir þessar njóta opinberrar meðgjafar í formi skatt- og tollleysis sem getur numið allt að 40% af vöruverði.
12. nóvember 2014

Viðskiptaráð styður frumvarp um frjálsa smásölu áfengis og leggur til að það verði samþykkt. Í umsögninni kemur fram að frjáls smásala áfengis auki atvinnufrelsi og bæti þar með lífskjör hérlendis.
11. nóvember 2014

Á árlegum peningamálafundi Viðskiptaráðs, sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Á Ísland heima við mörk ruslflokks?“, var rætt hvers vegna íslenska ríkið og bankarnir eru enn í neðsta þrepi fjárfestingarflokks lánshæfismatsfyrirtækjanna.
6. nóvember 2014

Íslenska ríkið rekur í gegnum Fríhöfnina ehf. eina umsvifamestu smásölu landsins. Verslunin nýtur opinberrar meðgjafar vegna undan-þágu frá tollum og virðisaukaskatti. Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild á innlendum smásölumarkaði, allt …
5. nóvember 2014

Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þann 6. nóvember kl. 8.15-10.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift fundarins er „Á Ísland heima við mörk ruslflokks?“
4. nóvember 2014

Menntakerfið mótar einstaklinga á margvíslegan hátt; byggir upp hagnýta hæfileika, leggur grunn að samfélagslegum viðmiðum, eflir tilfinningaþroska og styður við félagslega tengslamyndun. Á sama tíma er menntun grunnstoð verðmætasköpunar í hagkerfinu og styrkir getu þess til að mæta alþjóðlegri …
31. október 2014

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga. Í frumvarpinu eru m.a. lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög í …
28. október 2014

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um mótun viðskiptastefnu Íslands. Með þingsályktunartillögunni er lagt til að Alþingi feli ráðherra að móta viðskiptastefnu sem hafi að markmiði að jafna samkeppnisstöðu innlendrar …
23. október 2014

Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, birti grein á þriðjudag um áhrif áformaðra neysluskattsbreytinga á ólíka þjóðfélagshópa. Gylfi stillti orðum sínum ekki í hóf heldur talaði meðal annars um „fráleitar forsendur“ fjármálaráðuneytisins, „fjarstæðukenndar fullyrðingar“ og „mjög skýrar“ …
23. október 2014

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu: Cosmic Holding, Nox Medical og ORF Líftækni. Cosmic Holding flytur út ferskvatn frá Norðurlöndunum til hina ýmsu staða í heiminum þar sem þörf er á ferskvatni í miklu magni.
17. október 2014

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út rit um stöðu menntamála hér á landi og tillögur til úrbóta. Ritið ber heitið „Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun“ en það lýsir sýn atvinnulífsins á mikilvægi menntunar fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun í hagkerfinu.
17. október 2014

Á undanförnum vikum hefur Viðskiptaráð Íslands deilt við BSRB um þróun í fjölda opinberra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Þær deilur hófust í kjölfar fundar Viðskiptaráðs um ríkisfjármál þar sem fram kom að opinberum störfum hefði fjölgað hraðar en störfum á almennum vinnumarkaði á undanförnum …
15. október 2014

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttarvernd netnotenda og leggur til að tillagan nái fram að ganga. Í tillögu atvinnuvegnanefndar er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa …
15. október 2014

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram: Viðskiptaráð telur hækkun á heimild lífeyrissjóða …
14. október 2014

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um stöðu og horfur í menntamálum á Íslandi, er nú aðgengileg á vefnum. Í erindi Björns kom fram að menntamál eru einn stærsti málaflokkur hins opinbera og að Ísland verji meiri fjármunum en grannríkin í menntamál, fyrst og …
10. október 2014
Sýni 1421-1440 af 2786 samtals