
Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki boða til morgunverðarfundar á Hilton Nordica á morgun, 29. maí, þar sem niðurstöður viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2019 verða kynntar.
28. maí 2019

Skrifað var undir stofnun samstarfsvettvangs stjórnvalda og fjölda stórra aðila í atvinnulífinu um samstarf í loftslagsmálum.
28. maí 2019

Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki boða til morgunverðarfundar á Hilton Nordica 29. maí þar sem niðurstöður viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2019 verða kynntar.
28. maí 2019

Á dögunum fór fram viðburðurinn Ný-sköpun Ný-tengsl sem er samstarfsverkefni Viðskiptaráðs Íslands og Icelandic Startups. Markmiðið er að leiða saman þaulreynda stjórnendur og frumkvöðla. Er þetta í ellefta sinn sem viðburðurinn er haldinn. Að þessu sinni tók Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66N, á …
24. maí 2019

Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur.
21. maí 2019

Í dag fögnum við alþjóðlegum degi SÞ um menningarlegan fjölbreytileika með því að ræsa árvekniátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hleypa því af stokkunum í dag kl. 14:00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu í 40 mínútna athöfn.
21. maí 2019

Viðskiptaráð Íslands kynnir til leiks árvekniátak um fjölbreytileika. Aukin fjölbreytni er stórt hagsmunamál fyrir viðskiptalífið á Íslandi, hvort heldur sem er í stjórnum, framkvæmdastjórnum eða meðal starfsmanna.
21. maí 2019

Ísland er sögulega séð sveiflukennt hagkerfi og hafa sveiflurnar oft verið kostnaðarsamar fyrir fólk og fyrirtæki. Því er til mikils að vinna með því að hið opinbera auki ekki þær sveiflur og reyni eftir fremsta megni að draga úr sveiflunum.
16. maí 2019

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024. Fjármálaáætlunin er umsvifamikið rit og gefur ágæta mynd af áherslum og áætlunum stjórnvalda í ríkisfjármálum og helstu málefnum. Margt í áætluninni er gott, eins og að með henni horfa stjórnvöld til lengri tíma, vaxtabyrði …
15. maí 2019

Ef fjármálaráðuneytið reiknaði sig niður á þá niðurstöðu að það væri hagkvæmara fyrir ríkið að reka eigið flugfélag, ætti ríkið þá að stofna flugfélag? Það held ég ekki.
10. maí 2019

Lífið er vissulega hverfult og gangur atvinnulífsins er upp og ofan. Þá er gott að muna að stundum er púki sem togar huga okkur að ósekju á neikvæðar slóðir – höldum honum á mottunni.
10. maí 2019

9. maí 2019

Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða.
8. maí 2019

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þriðja orkupakkann. Viðskiptaráð telur að samþykkja eigi tillöguna. Einu verulegu álitamálin varðandi pakkann byggjast á sæstreng til Evrópu, sem ekki er fyrir að fara hér á landi og verður ekki án samþykkis Alþingis.
6. maí 2019

Pakkasinnar, ég þeirra á meðal, eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga pakkans. Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær.
30. apríl 2019

Þó að sameining SÍ og FME sé að mörgu leyti skynsamleg er hún ekki gallalaus. Í fyrri umsögn benti Viðskiptaráð á að eftirlit með fjármálamörkuðum sé ólíkt þeim hlutverkum að stuðla að verð- og fjármálastöðugleika og snýr fyrst og fremst að því að farið sé eftir lögum og reglum.
23. apríl 2019

Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum.
18. apríl 2019

Engu skiptir heldur að EES samningurinn hefur lagt grundvöllinn að lífsgæðum Íslendinga síðustu áratugi og tryggt frjáls viðskipti við 500 milljóna markað. Honum skal sagt stríð á hendur því orkupakkinn er flatur.
17. apríl 2019

Íslenskt efnahagslíf hefur farið í gegnum mikla umbrotatíma síðustu ár og eftir mikinn uppgang hafa óvissuský hrannast upp þó að handan þeirra geti verið bjartari tíð. Á þessum tímamótum er því tilvalið að fara yfir stóru myndina í efnahagsmálunum: Hvað hefur einkennt síðustu ár og hvaða þýðingu …
17. apríl 2019
Sýni 821-840 af 2786 samtals