Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Aukinni samkeppni ekki að fullu náð í nýjum lyfjalögum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn vegna frumvarps til nýrra lyfjalaga sem felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lyfjalögum. Ráðið telur ýmsar breytingar frumvarpsins til bóta en gerir athugasemdir við að ekki sé gengið nógu langt í því að leyfa sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri …
9. júní 2016

Þrír nýir félagar

Þrír nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs síðustu vikurnar. Þeir eru eftirfarandi: ANKRA, Wasabi Iceland og Lilja Kristjánsdóttir. Viðskiptaráð býður nýja félaga velkomna í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum
7. júní 2016

Vel heppnað tengslakvöld

Árlegt tengslakvöld Viðskiptaráðs og Icelandic Startups fór fram í níunda skipti síðastliðinn fimmtudag og gestgjafi kvöldsins var Deloitte. Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja tóku þátt í viðburðinum ásamt stjórnendum úr atvinnulífinu og starfsfólki Viðskiptaráðs, Icelandic Startups og Deloitte.
3. júní 2016

Höfuðborgin gegnir lykilhlutverki í samkeppnishæfni Íslands

Niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni Íslands árið 2016 voru kynntar í dag á fundi VÍB og Viðskiptaráðs. Ísland hækkar um eitt sæti á listanum milli ára og situr nú í 23. sæti og vegur bætt efnahagsleg frammistaða þyngst í hækkuninni.
31. maí 2016

Hefjum viðræður um búvörusamninga upp á nýtt

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp um búvörulög. Með lagafrumvarpinu stendur til að innleiða nauðsynlegar lagabreytingar til að nýir búvörusamningar geti tekið gildi. Viðskiptaráð leggst gegn samningunum í fyrirliggjandi mynd og leggur til að viðræður um …
31. maí 2016

Samkeppnishæfni Íslands árið 2016

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um niðurstöður alþjóðlegar úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða er nú aðgengileg hér á vefnum. Ísland þokast upp á við á listanum og situr nú í 23. sæti en stendur Skandinavíu enn að baki.
31. maí 2016

Brýnt að halda inni ákvæði um samkeppnismat

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjárlaganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um opinber innkaup. Margar af þeim breytingum sem lagðar eru til með frumvarpinu eru jákvæðar og til þess fallnar að stuðla að aukinni hagkvæmni í opinberum innkaupum. Ráðið gerir hins vegar alvarlegar …
27. maí 2016

Skiptar skoðanir um virkni lífeyrissjóða sem hluthafa

Morgunverðarfundur Viðskiptaráðs, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um samvistir lífeyrissjóða og almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaði fór fram á Icelandair hótel Reykjavík Natura fyrr í dag. Í erindum og í umræðum í pallborði komu fram fjölbreytt sjónarmið um hvernig lífeyrissjóðir skuli …
26. maí 2016

Breytingar á lögum um virðisaukaskatt til bóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpi þessu er ætlað að minnka álag á skattyfirvöld og draga úr reglubyrði smærri aðila með aukna skilvirkni fyrir augum. Viðskiptaráð telur frumvarpið mjög til bóta og vel til þess …
24. maí 2016

Lokað föstudaginn 27. maí

Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs föstudaginn 26. maí vegna starfsdags. Þjónusta ráðsins verður því skert en upprunavottorð verða afgreidd rafrænt. Við hvetjum þá viðskiptavini sem þurfa útprentuð upprunavottorð að senda inn umsóknir og sækja á fimmtudaginn.
24. maí 2016

Óútfyllt ávísun í sjúkrahúsaþjónustu

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlagastefnu og -áætlun til ársins 2021. Ráðið fagnar framlagningu áætlunarinnar og telur hana styrkja bæði hagstjórn og fjármálastjórn hins opinbera. Að því sögðu skortir aðhald þegar kemur að opinberum útgjöldum - sérstaklega hvað varðar sjúkrahúsaþjónustu.
23. maí 2016

Nýir búvörusamningar: nokkrar staðreyndir

Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út myndasögu sem varpar ljósi á nokkrar staðreyndir um nýja búvörusamninga. Samningarnir eru óhagfelldir fyrir stærstu haghafa í íslenskum landbúnaði: skattgreiðendur, bændur og neytendur.
19. maí 2016

Bætt þjónusta við erlenda sérfræðinga mjög til bóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarp til laga um útlendinga. Ráðið telur breytingarnar sem frumvarpið kveður á um vera til mjög bóta. Samkeppni um erlenda sérfræðinga takmarkast ekki við landamæri og því er mikilvægt að bæta stöðu þeirra hér á landi.
18. maí 2016

Aukinn stuðningur við nýsköpun fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Heilt yfir er það mat ráðsins að frumvarpið bæti umtalsvert rekstrarumhverfi íslenskra …
12. maí 2016

Gerum meira úr minna

Rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja torveldir þeim að ná fram stærðarhagkvæmni í sama mæli og annars staðar í Evrópu. Það hefur neikvæð áhrif á lífskjör þar sem framleiðni fyrirtækja eykst samhliða vexti þeirra. Stjórnvöld ættu að styrkja forsendur fyrir vexti minni fyrirtækja sem skila myndi …
9. maí 2016

Gerð þjóðhagsáætlana grundvöllur bættra lífskjara

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma. Það er afstaða ráðsins að grundvöllur bættra lífskjara felist í langtímastefnu þar sem áhersla er lögð á bætta samkeppnishæfni og þar með …
6. maí 2016

Lækkun tryggingagjalds og afnám pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Ráðið telur breytingarnar sem frumvarpið kveður á um vera til bóta. Að mati Viðskiptaráðs er sérstaklega brýnt að tryggingagjald verði lækkað og …
6. maí 2016

Fleirum gert kleift að eignast húsnæði

Viðskiptaráð Íslands fagnar breytingu umhverfis- og auðlindaráðherra á byggingareglugerð sem undirrituð var í gær. Með breytingunni eru stór skref stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs – sér í lagi þegar kemur að smærri íbúðum.
4. maí 2016

Nauðsynlegt að endurskoða íhlutunarheimildir Samkeppniseftirlitsins

Sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum fór fram á Grand Hótel Reykjavík í gærmorgun. Á fundinum var sjónum m.a. beint að markaðsrannsóknum sem forsendu íhlutunar á mörkuðum.
28. apríl 2016

Markaðsrannsóknir: Gagnlegar eða gagnslausar?

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hélt í morgun erindi um markaðsrannsóknir á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum. Í erindi Frosta kom m.a. fram að í úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum orki ýmislegt tvímælis.
26. apríl 2016
Sýni 1181-1200 af 2786 samtals