Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Viðskiptaráð mótfallið álagningu netöryggisgjalds

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna draga að frumvarpi um breytingu á lögum um almannavarnir. Með frumvarpsdrögunum er kveðið á um að lagt verði netöryggisgjald á nánar tiltekin fyrirtæki sem nefnd eru í frumvarpsdrögunum. Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við …
23. október 2015

Reglur um vátryggingastarfsemi íþyngjandi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Ráðið gerir í umsögn sinni margvíslegar athugasemdir við drögin.
22. október 2015

Endurgreiðsla VSK óæskileg leið til að styðja við íþróttastarf

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið kveður á um að endurgreiða skuli íþrótta- og ungmennafélögum virðisaukaskatt sem greiddur hefur verið vegna byggingar íþróttamannvirkja, bæði …
21. október 2015

Lög um ársreikninga

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um drög að frumvarpi til nýrra laga um ársreikninga. Í umsögninni kemur fram að ráðið telji margt það sem fram kemur í frumvarpsdrögunum vera til bóta. Ber þar helst að nefna einföldun regluverks gagnvart smærri …
19. október 2015

Fjárlögin í brennidepli

Í fjárlögum ársins 2016 er gert ráð fyrir 15 ma. kr. afgangi en í umsögn Viðskiptaráðs kemur fram að launakostnaður sé verulega vanáætlaður og því geti fjárlagafrumvarpið tæplega talist hallalaust. Samkvæmt útreikningum ráðsins verður 1 ma. kr. halli sökum þeirra launabreytinga sem ekki eru teknar …
16. október 2015

Peningamálafundur - Taktu daginn frá!

Skráning er hafin á árlegan peningamálafund Viðskiptaráðs. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mun þar halda erindi um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Aðrir þátttakendur í dagskrá verða kynntir þegar nær dregur.
15. október 2015

Fjárlög 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlög 2016 til fjárlaganefndar Alþingis. Ráðið fagnar áherslu á hraða niðurgreiðslu skulda og að hluta aukningar skatttekna sé skilað til baka í formi skattalækkana. Hins vegar valda hratt vaxandi útgjöld áhyggjum.
13. október 2015

Einföldun regluverks: vilji er ekki allt sem þarf

Regluverk hérlendis er íþyngjandi miðað við grannríkin og skortur hefur verið á efndum fyrirheita um einföldun þess. Þetta kom fram í erindi sem Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, flutti á hádegisverðarfundi Félags löggiltra endurskoðenda
8. október 2015

Aðgerðir til einföldunar regluverks

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, á hádegisfundi Félags löggiltra endurskoðenda er nú aðgengileg á vefnum. Í erindi sínu fjallaði Björn um einföldun regluverks.
8. október 2015

Einkaaðilar fjármagni stækkun Keflavíkurflugvallar

Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, hélt erindi um opinberan rekstur á Keflavíkurflugvelli á fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Í erindi sínu vitnaði Hreggviður í stjórnarformann ISAVIA, Ingimund Sigurpálsson, sem ritaði í nýjustu ársskýrslu ISAVIA að félagið þurfi …
2. október 2015

Opinber rekstur á Keflavíkurflugvelli

Kynning Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs, um opinberan rekstur á Keflavíkurflugvelli er nú aðgengileg á vefnum. Þar er lagt til að einkaaðilar komi að fjármögnun framkvæmda á flugvellinum og að Fríhöfnin ehf. verði lögð niður.
2. október 2015

Samningur við ESB eykur samkeppni í matvælaframleiðslu

Viðskiptaráð fagnar nýjum samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Samningurinn felur í sér aukningu tollfrjálsra heimilda (tollkvóta) fyrir innflutning nokkurra tegunda matvæla, fyrst og fremst alifugla-, svína-, og nautakjöts ásamt ostum. Þá eru tollkvótar til …
24. september 2015

Áherslur ríkisfjármála næstu árin

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, frá morgunfundi fjárlaganefndar Sjálfstæðisflokksins um fjárlög ársins 2016 er nú aðgengileg á vefnum.
24. september 2015

Framleiðni í innlenda þjónustugeiranum

Kynningar Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins af nýliðnum fundi Samráðsvettvangs um aukna hagsæld hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vefnum.
23. september 2015

Nýr félagi: Atlantik Legal Services

Atlantik Legal Services er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Atlantik Legal Services er íslensk lögmannsstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki og fjárfesta.
23. september 2015

Heilbrigðiskerfið og áskoranir komandi ára

Kynning Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs Íslands, frá fundi um stöðu heilbrigðismála á Íslandi er nú aðgengileg hér á vefnum.
22. september 2015

Heilbrigðismál: Brýn þörf á langtímastefnu

Í morgun fór fram morgunverðarfundur Viðskiptaráðs um stöðu og framtíðarþróun í heilbrigðismálum. Um 120 manns mættu á fundinn sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík. Þátttakendur í dagskrá voru sammála um að brýn þörf sé á mótun langtímastefnu þegar kemur að heilbrigðismálum.
22. september 2015

Höldum heilsunni

Íslendingar búa að alþjóðlega samkeppnishæfu heilbrigðiskerfi sem hefur eflst umtalsvert á undanförnum áratugum. En sá árangur hefur ekki verið að kostnaðarlausu. Jafnframt er vaxandi þrýstingur á aukin útgjöld til heilbrigðismála. Viðbrögð stjórnvalda ráða miklu um þróun lífskjara og heilbrigðis á …
21. september 2015

Fyrsta úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs

Í dag fór fram fyrsta úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Alls var 6,5 milljónum króna úthlutað til fjögurra ólíkra verkefna. Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi.
18. september 2015

Regluverk: stjórnsýslan vinni í takt við stjórnmálin

Regluverk atvinnulífsins var viðfangsefni nýlegrar úttektar í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, undir yfirskriftinni „Minni fyrirtæki kæfð í reglugerðum.“ Þar kemur fram að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar sé hvatt til þess að meira verði gert til að …
16. september 2015
Sýni 1281-1300 af 2786 samtals