Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Heilbrigðiskerfi á krossgötum

Hver er staða heilbrigðismála á Íslandi í alþjóðlegum samanburði? Hverjar eru helstu áskoranir og hvar liggja tækifæri til að aukahagkvæmni? Leitast verður við að svara þessum spurningum á morgunverðarfundi um heilbrigðismál þriðjudaginn 22. september.
16. september 2015

Hádegisfundur: Úthlutun úr Rannsóknasjóði

Fyrsta úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands fer fram föstudaginn 18. september. Tilkynnt verður um styrkþega og munu þeir gera stutta grein fyrir verkefnum sínum.
10. september 2015

Fjárlög 2016: Auknar skatttekjur fjármagna hærri launakostnað

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú lagt fram frumvarp til fjárlaga ársins 2016. Frumvarpið markast af bættum aðstæðum í íslensku efnahagslífi, en áætlaðar skatttekjur aukast um 45 ma. kr. sem jafngildir um 6% hækkun á milli ára. Skortur á aðhaldi þegar kemur að launakostnaði veldur áhyggjum en …
9. september 2015

Banvænn biti? Lögverndun á íslenskum vinnumarkaði

Flestir vita að hérlendis þarf leyfi frá stjórnvöldum til að starfa við lækningar eða lögmennsku. Færri vita að hið sama á við um kökugerð, skrúðgarðyrkju og klæðskerasníði. Lögverndun veldur samfélaginu tjóni með því að draga úr samkeppni á kostnað viðskiptavina hinna vernduðu stétta.
8. september 2015

Nýr félagi: Eik fasteignafélag

Eik fasteignafélag er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002 sem sérhæft fyrirtæki í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Félagið leggur áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar.
28. ágúst 2015

Úrslit International Chamber Cup

Árlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna fór fram í gær á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta farandbikar og var það lið Bresk-íslenska viðskiptaráðsins sem hafði sigur.
27. ágúst 2015

Keynes á líka við á uppgangstímum

Hagfræðingurinn John Maynard Keynes lagði helstu kenningar sínar fram fyrir tæpri öld síðan. Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá eru áhrif Keynes mikil enn þann dag í dag.
27. ágúst 2015

Fjárlög 2016: Er tiltektinni lokið?

Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm.
27. ágúst 2015

Fjármál hins opinbera í brennidepli

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í Morgunútgáfunni í dag og ræddi þar um nýja skoðun um fjármál hins opinbera. Fram kom að útlit er fyrir að ríkið geti nánast greitt upp skuldir sem urðu til við hrunið. Frosti sagði það engu að síður vera þannig að oft er erfitt að stýra …
26. ágúst 2015

Að eyða eða ekki eyða?

Vatnaskil hafa orðið í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg uppsveifla mun skapa verulegt svigrúm í opinberum rekstri á næstu árum. Ráðstöfun þessara fjármuna er eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið í dag.
25. ágúst 2015

​Yfir 100 umsóknir um styrki úr Rannsóknasjóði

Umsóknarfrestur um styrki úr nýjum Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands er nú liðinn. Alls bárust 127 styrkumsóknir frá fjölbreyttum hópi umsækjenda. Valnefnd Rannsóknarsjóðsins mun nú fara yfir umsóknirnar og ákvarða bæði upphæðir og fjölda styrkveitinga.
19. ágúst 2015

Nýr félagi: Mjólkursamsalan

Mjólkursamsalan (MS) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu rúmlega 650 kúabænda um land allt. Hlutverk hennar er að sjá um alla móttöku, framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu mjólkurafurða.
12. ágúst 2015

Alþjóðageirinn á Íslandi

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á nýsköpunarráðstefnunni „How Innovation and Talent attract capital“ er nú aðgengileg á vefnum. Kynningin fjallar um alþjóðageirann, þjóðhagslegar horfur og lykiláskoranir.
10. ágúst 2015

Afgreiðsla lokuð föstudaginn 14. ágúst

Vakin er athygli á því að afgreiðsla Viðskiptaráðs verður lokuð föstudaginn 14. ágúst vegna starfsmannadags. Upprunavottorð verða afgreidd en þó verður ekki hægt að afhenda prentuð vottorð þennan dag.
10. ágúst 2015

Lánshæfi batnar en herða þarf tökin í opinberum rekstri

Síðastliðinn föstudag hækkaði Fitch Ratings lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um einn flokk. Einkunnin hefur nú hækkað hjá öllum stóru lánshæfismatsfyrirtækjunum (Standard & Poor‘s, Moody‘s og Fitch) á undanförnum vikum. Er þetta í fyrsta sinn frá hruni sem lánshæfi ríkissjóðs batnar samkvæmt öllum …
27. júlí 2015

Sumaropnun 19. júlí-7. ágúst

Styttur opnunartími verður á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands frá 19. júlí til 7. ágúst, en þá verður opið frá klukkan 9 til 14. Hefðbundinn opnunartími, frá klukkan 8 til 16, tekur við á ný mánudaginn 10. ágúst.
20. júlí 2015

The Icelandic Economy: kynning

Viðskiptaráð hefur gefið út glærukynningu um efni skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“. Í henni má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi fyrir kynningar á íslensku efnahagslífi.
15. júlí 2015

Afnám tolla sparar meðalheimili 30 þúsund kr. á ári

Viðskiptaráð fagnar áformum fjármála- og efnahagsráðherra um að afnema alla tolla aðra en matartolla fyrir árið 2017. Í aðgerðunum felst skattalækkun sem leiðir til lægra vöruverðs og aukins kaupmáttar. Samkvæmt áætlun ráðsins munu breytingarnar draga úr útgjöldum meðalheimilis um 30 þúsund krónur á …
13. júlí 2015

Fjórir nýir félagar í Viðskiptaráði

Á undanförnum mánuðum hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu: Bókun, Crowbar Protein, Sápusmiðjan og Tagplay. Viðskiptaráð býður ofangreind fyrirtæki velkomin í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.
10. júlí 2015

Hundruð milljóna sparast vegna einföldunar regluverks

Viðskiptaráð fagnar því að Alþingi hafi samþykkt lög sem fela í sér að innlendir aðilar verða undanþegnir svokallaðari skjölunarskyldu í nýjum reglum um milliverðlagningu. Með því hefur verið komið í veg fyrir að nýtt íþyngjandi regluverki skapi atvinnulífinu hundruð milljóna í kostnað.
9. júlí 2015
Sýni 1301-1320 af 2786 samtals