Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Skýrsla aðalfundar 2018

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrslu aðalfundar 2018 undir heitinu „Starfsemi Viðskiptaráðs.“ Þar má finna heildstætt yfirlit yfir starfsemi ráðsins síðastliðin tvö ár.
14. febrúar 2018

200 skattahækkanir síðan 2007

Um síðustu áramót gerðu stjórnvöld 22 breytingar á íslensku skattkerfi. 19 þeirra fólu í sér skattahækkanir en aðeins í þremur tilvikum voru skattar lækkaðir
7. febrúar 2018

Skattalegir hvatar nýrrar ríkisstjórnar

Kynning Mörtu Guðrúnar Blöndal, lögfræðings Viðskiptaráðs, frá skattadegi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands er nú aðgengileg á vefnum.
2. febrúar 2018

Tækifæri í opinberum framkvæmdum — samvinnuleið (PPP)

Kostir aðkomu einkaaðila að uppbyggingu innviða einskorðast ekki við fjármögnun verkefna heldur hafa dæmin sýnt fram á margvíslegan ábata af slíkum verkefnum. Skilgreina mætti slíka ábata á fjóra vegu: meiri áhættudreifing, aukin skilvirkni, aukið svigrúm ríkisins til að sinna grunnþjónustu og …
16. janúar 2018

Viðskiptaráð Íslands í 100 ár - Hátíðarrit á netinu

Glæsilegt hátíðarrit er nú opið öllum landsmönnum á rafrænu formi en ritið var gefið út í tilefni af 100 ára afmæli ráðsins þann 17. september síðastliðinn.Í bókinni er 100 ára saga Viðskiptaráðs rituð af sagnfræðingunum Magnúsi Sveini Helgasyni og Stefáni Pálssyni.
19. desember 2017

Ráðstöfun úr óstofnuðum sjóði

Einni hugmynd sem varpað er fram í nýjum stjórnarsáttmála er stofnun svokallaðs „þjóðarsjóðs“. Ótímabært er að ræða um ráðstöfun fjármagns í „átaksverkefni“ úr óstofnuðum sjóði líkt og gert er í sáttmálanum.
6. desember 2017

Samkeppnishæfni á samningaborðið

Þrátt fyrir að langt sé á milli stjórnarmyndunarflokkanna í ýmsum málefnum eru þeir þó í meginatriðum sammála um aðgerðir sem þarf að ráðast í til þess að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.
15. nóvember 2017

Bitbein kosninganna - Að eyða eða fjárfesta?

Vísbending, vikurit um efnahagsmál og nýsköpun birti nýlega yfirgripsmikla skoðun hagfræðings ráðsins, Kristrúnar Frostadóttur sem bar yfirskriftina: Bitbein kosninganna - Að eyða eða fjárfesta?
18. október 2017

Neytendur njóta góðs af afnámi aðflutningsgjalda

Nú hefur Hagfræðistofnun birt úttekt á áhrifum afnuminna tolla á verðlag á Íslandi og kemst að þeirri niðurstöðu að lækkun aðflutningsgjalda hafi skilað sér í vasa neytenda. Hagfræðistofnun bendir á að bein tekjulækkun ríkissjóðs vegna tollalækkananna hafi verið metin á um 6 ma. kr. á ári þegar …
6. október 2017

Samkeppni í breyttri heimsmynd

Viðskiptaráð telur að í ljósi breytts umhverfis viðskipta og verslunar, m.a. vegna tækniþróunar, aukinnar netverslunar og innkomu erlendra aðila, sé nauðsynlegt að samkeppnisyfirvöld hér á landi aðlagi nálgun sína á það hvernig markaðir eru skilgreindir.
20. september 2017

Rof í landbúnaði - stígum skrefið til fulls

Augljóst er að staða íslenskra sauðfjárbænda er bág og að þörf er á stórfelldum breytingum á kerfi sem hefur að miklu leyti staðið í stað í áratugi. Sú staða sem upp er komin ásamt nýlegu útspili ráðherra minnir óneitanlega á þær aðstæður sem Nýsjálendingar og Ástralir stóðu frammi fyrir á 9. …
7. september 2017

Í hvaða sveitarfélagi er best að búa?

Í kjölfar mikilla fasteignaverðshækkana undanfarið hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nánast allt land. Á sama tíma hafa álagningarprósentur fasteignagjalda að mestu leyti staðið í stað. Fasteignagjöld heimila og fyrirtækja hafa þess vegna hækkað mikið undanfarin þrjú ár. Sem dæmi má nefna að …
17. júlí 2017

Sex milljarða króna skuldir ríkisstofnana afskrifaðar

Á dögunum voru samþykkt lokafjárlög fyrir árið 2015. Í einni grein laganna, sem hefur farið nokkuð hljótt í umræðunni, var tekið á uppsafnaðri skuldasöfnun fjölda ríkisstofnana með því að afskrifa alls 5,9 ma. kr skuld hjá samtals 57 ríkisstofnunum.
31. mars 2017

Stendur ríkið í vegi fyrir bættum námsárangri?

Ríkið stendur fyrir bókaútgáfu hér á landi til grunn- og gagnfræðaskóla undir merkjum Menntamálastofnunar. Samkeppnisforskot Menntamálastofnunar á þessum markaði er slíkt að í reynd mætti tala um lögbundna einokun. Sambærilegt fyrirkomulag þekkist ekki hjá þeim þjóðum sem við berum okkur hvað oftast …
16. mars 2017

Stuðningsstuðullinn lækkar um 6% á milli ára

Stuðningsstuðull atvinnulífsins var 1,17 árið 2016 sem er 6% lækkun á milli ára. Stuðullinn er skilgreindur sem hlutfallið á milli starfsfólks í einkageira og öðrum íbúum landsins. Hann segir því til um hversu margir einstaklingar eru studdir með skattheimtu eða millifærslum fyrir hvern vinnandi …
8. mars 2017

27 skattabreytingar um áramótin

Um áramótin tóku gildi 27 skattabreytingar. Þar af voru skattahækkanir 18 talsins og skattalækkanir 9 talsins. Frá árinu 2007 hafa samtals verið gerðar 240 skattabreytingar. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ára.
23. febrúar 2017

Hvernig má bregðast við styrkingu krónunnar?

Styrking krónunnar hefur breytt aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Kaupmáttur hefur aukist en staða útflutningsfyrirtækja veikst. Hætta á ofrisi og falli krónunnar hefur nú myndast. Stjórnvöld ættu að bregðast við til að tryggja varanleika þess lífskjarabata sem sterkari gjaldmiðill hefur skilað.
20. febrúar 2017

Ríkissjóður: stærsta fasteignafélag landsins

Ríkið er umsvifamesti fasteignaeigandi á Íslandi. Samtals á ríkissjóður 880 þúsund fermetra af húsnæði í um 1.000 fasteignum. Nýting þessara fasteigna er óhagkvæm, en ríkisstofnanir nota tvöfalt fleiri fermetra á hvern starfsmann en alþjóðleg viðmið segja til um.
25. janúar 2017

Malbiksborgin Reykjavík

Malbikunarstöðin Höfði hf. er í fullri eigu Reykjavíkurborgar. Eignarhaldið virðist hafa hjálpað fyrirtækinu í samkeppni við einkaaðila. Markaðshlutdeild Höfða í útboðum Reykjavíkurborgar er þreföld samanborið við útboð Vegagerðarinnar. Með eignarhaldi á fyrirtækinu skapar borgin hagsmunaárekstur …
16. janúar 2017

Engin er rós án þyrna

Viðskiptaráð hefur tekið saman mikilvægustu verkefni næsta kjörtímabils. Þótt góðar aðstæður séu í efnahagslífinu eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu. Aðgerðir nýrra stjórnvalda munu skipta miklu máli fyrir útkomuna. Það er von ráðsins að samantektin gagnist bæði við gerð stjórnarsáttmála sem og …
16. nóvember 2016
Sýni 141-160 af 375 samtals