
Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum allra lagabreytinga fráfarandi ríkisstjórnar. Markmiðið er að varpa fram heildstæðri mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013–2016.
8. nóvember 2016

Þrír af hverjum fjórum kjósendum á Íslandi telja skattamál mikilvægt kosningamál. Þá telja tveir af hverjum þremur kjósendum skattbyrði sína of háa — en aðeins 1% kjósenda telur hana of lága. Í ljósi þessa hefur Viðskiptaráð kortlagt stefnu stjórnmálaframboðanna þegar kemur að skattkerfinu.
27. október 2016

Kynning Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins frá kosningafundi með leiðtogum stjórnmálaflokkanna er nú aðgengileg á vefnum. Kynningin var notuð sem grundvöllur umræðna um drifkrafta bættra lífskjara annars vegar og umgjörð atvinnulífsins hins vegar.
21. október 2016

Viðskiptaráð hefur áætlað kostnað hins opinbera vegna helstu kosningaloforða í yfirstandandi kosningabaráttu. Samanlegt myndu opinber útgjöld aukast um tvö hundruð milljarða á ári ef helstu loforðin væru uppfyllt. Slík hækkun jafngildir 27% aukningu heildarútgjalda ríkissjóðs.
17. október 2016

Afnám almennra vörugjalda um áramótin 2014-2015 var tímamótaskref fyrir bæði neytendur og fyrirtæki hérlendis. Verðlagseftirlit ASÍ hefur gengið hart fram í kjölfar skattalækkunarinnar og fullyrt að hún hafi ekki skilað sér til neytenda. Þar sem fullyrðingar eftirlitsins hafa ratað víðar í umræðunni …
14. september 2016

Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company gaf út skýrslu um íslenska hagkerfið árið 2012. Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar skýrslunnar uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna …
17. ágúst 2016

Viðskiptaráð hefur gefið út glærukynningu um efni skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“. Í henni má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi fyrir kynningar á íslensku efnahagslífi.
22. júlí 2016

Atvinnurekstur hins opinbera spannar 23 atvinnugreinar og yfir 70 ólíka rekstraraðila. Samtals starfa ríflega 7.000 einstaklingar hjá þessum aðilum – sem gerir hið opinbera að stærsta atvinnurekanda á Íslandi mælt í fjölda starfsmanna. Þetta kemur fram í nýrri kortlagningu Viðskiptaráðs Íslands á …
13. júní 2016

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um niðurstöður alþjóðlegar úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða er nú aðgengileg hér á vefnum. Ísland þokast upp á við á listanum og situr nú í 23. sæti en stendur Skandinavíu enn að baki.
31. maí 2016

Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út myndasögu sem varpar ljósi á nokkrar staðreyndir um nýja búvörusamninga. Samningarnir eru óhagfelldir fyrir stærstu haghafa í íslenskum landbúnaði: skattgreiðendur, bændur og neytendur.
19. maí 2016

Rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja torveldir þeim að ná fram stærðarhagkvæmni í sama mæli og annars staðar í Evrópu. Það hefur neikvæð áhrif á lífskjör þar sem framleiðni fyrirtækja eykst samhliða vexti þeirra. Stjórnvöld ættu að styrkja forsendur fyrir vexti minni fyrirtækja sem skila myndi …
9. maí 2016

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hélt í morgun erindi um markaðsrannsóknir á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum. Í erindi Frosta kom m.a. fram að í úttekt Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaðnum orki ýmislegt tvímælis.
26. apríl 2016

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, frá stefnumóti stjórnenda er nú aðgengileg á vefnum. Á fundinum var fjallað um eina brýnustu áskorun íslenskra vinnustaða, framleiðni.
31. mars 2016

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fræðslufundi VÍB er nú aðgengileg. Í erindi sínu fjallaði Björn um þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu stjórnvalda að fasteignamarkaðnum hérlendis.
10. mars 2016

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 211 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 51 skattalækkanir og 160 skattahækkanir. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ára.
29. febrúar 2016

Nýtt málefnarit Viðskiptaráðs, ,,Leiðin á heimsleikana – aukin framleiðni í innlenda þjónustugeiranum“ var gefið út í dag í tilefni Viðskiptaþings og fjallar ritið um innlenda þjónustugeirann í alþjóðlegu samhengi.
11. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrslu aðalfundar 2016 undir heitinu „Starfsemi Viðskiptaráðs.“ Þar má finna heildstætt yfirlit yfir starfsemi ráðsins síðastliðin tvö ár.
11. febrúar 2016

Kynning Mörtu Guðrúnar Blöndal, lögfræðings Viðskiptaráðs, frá skattadegi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands er nú aðgengileg á vefnum. Í kynningunni kemur fram að ótekjutengd opinber gjöld fjármálafyrirtækja hafa þrefaldast frá árinu 2007.
14. janúar 2016

Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Þrátt fyrir það höldum við úti 182 ríkisstofnunum. Viðskiptaráð leggur til 30 tillögur um fækkun ríkisstofnana.
17. desember 2015

Íslendingar búa við miklar efnahagssveiflur. Óstöðugleikinn dregur úr getu fyrirtækja til að móta langtímaáætlanir, byggja upp sérhæfingu og fjárfesta í tækjum og mannauði til að auka rekstrarhagkvæmni. Lága framleiðni á Íslandi má að stórum hluta rekja til þessara áskorana.
23. nóvember 2015
Sýni 161-180 af 375 samtals