
Um áramót voru gerðar 18 skattahækkanir og 6 skattalækkanir. Ný þrepaskipting tekjuskatts tók gildi fyrir einstaklinga og bankaskattur á fjármálafyrirtæki var lækkaður. Fyrir hverja skattalækkun bætast við þrjár til hækkunar.
21. apríl 2020

Hér mun Viðskiptaráð uppfæra stöðuna reglulega og veita gagnlegar upplýsingar til handa viðskiptalífinu.
26. mars 2020

Viðskiptaráð tekur þátt í útgáfu leiðbeininga um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Leiðbeiningarnar geta hvort tveggja nýst skráðum og óskráðum fyrirtækjum sem og fjárfestum.
14. febrúar 2020

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrslu aðalfundar 2020 en í henni má finna heildstætt yfirlit yfir starfsemi ráðsins síðastliðin tvö ár.
12. febrúar 2020

Kynning Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, frá skattadegi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands er nú aðgengileg á vefnum.
3. febrúar 2020

Grænir skattar hafa vaxið og breyst síðustu ár. Mikilvægt er að þeir séu skynsamlega útfærðir og ekki litið á þá sem enn einn tekjustofn ríkisins.
15. janúar 2020

Sundurliðuð velta, eða rekstrartekjur, í smásöluverslun í heild sinni sýnir að langstærsti kostnaðarliður smásölu er vöru- og hráefniskostnaður, sem kemur lítið á óvart. Næststærsti liðurinn er launakostnaður en þar á eftir annar rekstrarkostnaður.
9. desember 2019

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hélt erindi á ráðstefnu um samvinnuleið við innviðafjarmögnun í Arion banka. Þar var tilkynnt að samgönguráðherra stefni að því að leggja fram frumvarp um samvinnuleið (PPP) við fjármögnun samgönguframkvæmda í nóvember.
14. október 2019

Hvað veistu um loftslagsmál? Viðskiptaráð kynnir til leiks skemmtilegan og fræðandi spurningaleik um stöðu loftslagsmála á Íslandi.
23. september 2019

Eðlilegt er að um markaði gildi reglur sem stuðla að heilbrigðu samkeppnisumhverfi. Þó ber að gjalda varhug við að ganga of langt í slíkri reglusetningu, þar sem slíkt getur hækkað kostnað og rýrt samkeppnishæfni fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á atvinnulífinu, heldur einnig á neytendum.
18. september 2019

Í nýjum tölum Hagstofunnar um tekjur landsmanna má sjá ýmislegt sem varpar ljósi á þróun íslensks samfélags og efnahagslíf. Til dæmis vísbendingar um minnkandi ójöfnuð, vaxandi skattbyrði, mismunandi tekjuþróun aldurshópa, minnkandi ávinning háskólamenntunar og aukinn tekjujöfnuð kynjanna.
12. ágúst 2019

Vel mótaðar leikreglur og markviss framfylgni þeirra er grundvöllur góðs samfélags. Umbætur á því sviði eru meðal veigamestu áhrifaþátta framleiðni og þar með hagsældar.
20. júní 2019

Viðskiptaráð hefur tekið saman stuðningsstuðul atvinnulífsins fyrir árið 2018 líkt og síðustu ár en stuðullinn er mælikvarði á hlutfall íbúa sem starfa í einkageiranum. Í ár leiðir stuðningsstuðullinn meðal annars í ljós að hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi hækkar í fyrsta sinn frá árinu …
4. júní 2019

Ísland hækkar í öllum meginþáttum úttektarinnar en er þó enn alls staðar undir meðaltali hinna Norðurlandanna.
29. maí 2019

Íslenskt efnahagslíf hefur farið í gegnum mikla umbrotatíma síðustu ár og eftir mikinn uppgang hafa óvissuský hrannast upp þó að handan þeirra geti verið bjartari tíð. Á þessum tímamótum er því tilvalið að fara yfir stóru myndina í efnahagsmálunum: Hvað hefur einkennt síðustu ár og hvaða þýðingu …
17. apríl 2019

Með könnuninni kemur í ljós afstaða þeirra sem sæta eftirliti eftirlitsstofnana um hvernig þeim tekst til í störfum sínum.
16. apríl 2019

Það stefnir í verkföll í ferðaþjónustu þrátt fyrir að sú atvinnugrein hafi átt einna stærstan þátt í fjölgun starfa og aukningu kaupmáttar síðustu misseri. Útlit er fyrir verulegan taprekstur að óbreyttu hjá hótelunum sem þau verkföll beinast að ef gengið verður að kröfum um launahækkanir.
18. mars 2019

Orðræðan síðustu vikur bendir til þess að hótel hafi hagnast gríðarlega á síðustu árum á meðan launafólk hefur borið skarðan hlut frá borði. Slíkur málflutningur er í engum takti við staðreyndir málsins svo rétt er að koma eftirfarandi á framfæri.
11. mars 2019

Um áramótin tóku gildi 23 skattbreytingar. Þar af voru skattahækkanir 19 talsins og skattalækkanir 4 talsins. Frá árinu 2007 hafa samtals verið gerðar 289 skattbreytingar. Aðeins fjórðungur þeirra hefur verið til lækkunar á skattbyrði.
28. febrúar 2019
Sýni 101-120 af 375 samtals