
Auðlind í augsýn: olíuleit á Drekasvæðinu
Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í vinnanlegu magni. Íslensk stjórnvöld hafa ekki boðið út sérleyfi til olíurannsókna og -vinnslu frá 2012, þrátt fyrir að útboðin gæfu ríkissjóði tekjur óháð olíufundi. Bjóða ætti út sérleyfi að nýju, enda gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér fyrir íbúa landsins.