
Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?
Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma stofnana í nýju myndbandi. Frá því að stytting vinnuvikunnar var innleidd árið 2019 hefur helmingur stofnana stytt opnunartíma. Fyrir styttinguna var algengast að stofnanir væru opnar 8 tíma á dag. Núna er algengast að opnunartíminn sé 6 tímar með tilheyrandi þjónustuskerðingu.




















