
Skattadagurinn fer fram 15. janúar
Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn 15. janúar kl. 8:30-10:00 í Silfurbergi, Hörpu.

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn 15. janúar kl. 8:30-10:00 í Silfurbergi, Hörpu.

Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og framþróunar. Á Íslandi hefur þetta jafnvægi raskast en ferlið er þyngra og flóknara en í nágrannaríkjum og leiðir oftar til íhlutunar samkeppnisyfirvalda. Einfalda þarf reglur, hækka þröskulda og létta á framkvæmd samrunaeftirlits til að tryggja fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem styður við nýsköpun og hagvöxt.

Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í vinnanlegu magni. Íslensk stjórnvöld hafa ekki boðið út sérleyfi til olíurannsókna og -vinnslu frá 2012, þrátt fyrir að útboðin gæfu ríkissjóði tekjur óháð olíufundi. Bjóða ætti út sérleyfi að nýju, enda gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér fyrir íbúa landsins.

Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en horfur til næstu ára eru bjartari. Íbúum landsins fjölgar hratt, að mestu leyti vegna innflytjenda. Útflutningsgreinum hefur vaxið ásmegin og Ísland hefur styrkt alþjóðlega samkeppnishæfni sína. Þetta kemur fram í The Icelandic Economy, nýútgefinni skýrslu um þróun efnahagsmála á Íslandi.



















Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn 15. janúar kl. 8:30-10:00 í Silfurbergi, Hörpu.
Viðskiptaþing 2026 fer fram 12. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti viðburður ársins í íslensku viðskiptalífi.
Hér getur þú skráð þig á póstlista Viðskiptaráðs