Viðskiptaráð Íslands

Málefnastarf

Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Í málefnastarfi ráðsins leikur útgefið efni lykilhlutverk.

Veldu viðfangsefni

Atvinnustefna á að vera almenn og skapa stöðugt rekstrarumhverfi

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að atvinnustefnu Íslands til 2035. Tryggja þarf jafnræði á milli atvinnugreina og fyrirsjáanleika fyrir atvinnulífið. Of víð og ósamstæð stefna getur grafið undan markmiðum um aukna verðmætasköpun. Viðskiptaráð hvetur því stjórnvöld til að einfalda …
8. desember 2025

Auka ætti frelsi í ráðstöfun útvarpsgjalds

Viðskiptaráðs styður að neytendum verði veitt aukið frelsi til að ráðstafa útvarpsgjaldinu með þeim hætti sem þeir kjósa. Ganga mætti enn lengra og veita fólki frelsi til að ráðstafa öllu gjaldinu til annarra fjölmiðla ef það svo kýs. Samkeppnisstaða á fjölmiðlamarkaði er skökk, sem hefur leitt til …
8. desember 2025

Tillögur í embættismannaskýrslu valdi áhyggjum

Viðskiptaráð hefur tekið til skoðunar skýrslu starfshóps forsætisráðherra um embættismannakerfið. Þar koma fram ýmsar tillögur sem valda ráðinu áhyggjum og sem eru til þess fallnar að rýra vald ráðherra, draga úr sveigjanleika stjórnvalda og auka enn frekar við ríka vernd embættis­manna í starfi.
4. desember 2025

Verðbólgulækkun á Peningamálafundi Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð stóð fyrir árlegum Peningamálafundi í Sjálfstæðissalnum á Parliament Hotel í gær, 27. nóvember. Frábær þátttaka var á viðburðinn í ár en um 200 manns mættu til að hlýða á umræðu um efnahagsmál.
28. nóvember 2025

Átta skattahækkanir á næsta ári

Þrátt fyrir að skattheimta á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði nema fyrirhugaðar skattahækkanir næsta árs 25 milljörðum króna. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Ráðið leggur fram sex tillögur til að betrumbæta frumvarpið.
28. nóvember 2025

Vaxtaverkir og hagstjórn: ávarp formanns á Peningamálafundi

Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, flutti opnunarávarp á Peningamálafundi sem fram fór 27. nóvember. Í ræðu sinni sagði Andri að nýleg vaxtalækkun Seðlabankans væri lítið skref í rétta átt en að áföll í hagkerfinu hefðu kallað á hana. Andri gagnrýndi áframhaldandi hallarekstur ríkisins …
28. nóvember 2025

Fullt út úr dyrum í Drift EA

Viðskiptaráð stóð fyrir opnum fundi í síðustu viku hjá Drift EA á Akureyri. Frábær mæting var á fundinn en um 110 manns mættu til fundarins og var fullt út úr dyrum.
27. nóvember 2025

Rammaáætlun hindrun í nauðsynlegri orkuöflun

Rammaáætlun hefur hvorki leitt til aukins gagnsæis né sáttar í samfélaginu um orkunýtingu. Þvert á móti hefur kerfið skapað óvissu, tafir og hindranir í nauðsynlegri orkuöflun til að tryggja betri lífskjör. Viðskiptaráð telur brýnt að löggjafinn endurmeti grundvallarforsendur kerfisins og tryggi …
25. nóvember 2025

Stimpilgjöld hafi skaðlegri áhrif en aðrir skattar

Viðskiptaráð styður frumvarp um afnám stimpilgjalda og fagnar framlagningu þess. Stimpilgjöld hækka viðskiptakostnað á fasteignamarkaði og sýnt hefur verið fram á að stimpilgjöld hafi skaðlegri áhrif á velferð en aðrar tegundir skattheimtu þar sem aukinn viðskiptakostnaður dregur úr veltu og raskar …
25. nóvember 2025

Vaxtaverkir og hagstjórn: Peningamálafundur 2025

Árlegur Peningamálafundar Viðskiptaráðs verður haldinn 27. nóvember 2025. Fundurinn hefst kl. 8:30 og fer fram í Sjálfstæðissalnum á Parliament Hotel.
21. nóvember 2025

Jón í Stoðum í Viðskiptaspjalli á Kjarval

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, fjallaði um hvernig það var að breyta rekstri Stoða úr flugfélagi yfir í fjárfestingafélag í Viðskiptaspjalli á Kjarval.
21. nóvember 2025

Hlutverk hins opinbera þarfnist stöðugrar endurskoðunar

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar stöðumat og valkosti fyrir stefnu um opinbera þjónustu. Ráðið telur að stöðug endurskoðun þurfi að eiga sér stað á því hvort hið opinbera þurfi að sinna allri þeirri þjónustu sem það gerir í dag. Jafnframt hefur ráðið áhyggjur af hraðri aukningu útgjalda til …
19. nóvember 2025

Vaxandi norðanátt: opinn fundur á Akureyri

Viðskiptaráð stendur fyrir opnum fundi með fulltrúum atvinnulífs og stjórnvalda á Norðurlandi þann 20. nóvember hjá Drift EA á Akureyri.
17. nóvember 2025

Ó­jafn leikur á At­lants­hafi

„Íslensk flugfélög og skipafélög þurfa því að greiða hærri loftslagstengda skatta en erlendir samkeppnisaðilar vegna þess að ekki er tekið tillit til sérstöðu landsins.“
15. nóvember 2025

Viðhalda þarf öflugu og stöðugu hvatakerfi fyrir nýsköpun

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til þess að viðhalda stöðugu og öflugu hvatakerfi fyrir nýsköpun. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins um drög að frumvarpi um breytingar á stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki. Mikilvægt er að tryggja að stuðningskerfið sé einfalt, skilvirkt og fyrirsjáanlegt.
13. nóvember 2025

Óveruleg hækkun veltumarka og skref í ranga átt

Viðskiptaráð telur að frumvarpsdrög að breytingum á samkeppnislögum feli í sér afturför að ýmsu leyti. Hækkun veltumarka er óveruleg auk þess sem að aðrar tillögur ganga of langt, auka flækjustig, kostnað og valdheimildir stjórnvalda án þess að brýn nauðsyn liggi fyrir. Frumvarpið gengur víða lengra …
7. nóvember 2025

ETS-kerfið reynst íþyngjandi fyrir Ísland

Innleiðing viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) hefur þegar haft veruleg áhrif á íslenskt atvinnulíf og samkeppnishæfni landsins. Viðskiptaráð leggur áherslu á að útfærsla kerfisins taki mið af sérstöðu Íslands sem eyríkis, þar sem flug og sjóflutningar eru forsenda verðmætasköpunar. …
6. nóvember 2025

Stjórnvöld hvött til að endurskoða gjaldtökuheimild

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um hátternisreglur í raforkuviðskiptum sem miðar að því að tryggja gagnsæi og traust á heildsölumarkaði með raforku. Ráðið fagnar markmiðum frumvarpsins og því að tekið hafi verið mið af fyrri ábendingum þess, en leggur jafnframt áherslu á að …
6. nóvember 2025

Færa á námsmannaleyfi til samræmis við Norðurlönd

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi sem felur í sér einföldun á afgreiðslu atvinnuleyfa og breytingar á reglum um dvalarleyfi námsmanna. Í umsögn ráðsins er lögð áhersla á mikilvægi samræmingar og skilvirkni í stjórnsýslu útlendingamála, afnám óþarfa umsagnarskyldu og skýrari …
5. nóvember 2025