
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarp um brottfall laga um helgidagafrið. Með frumvarpinu er lagt til að lög um helgidagafrið nr. 32/1997 falli brott. Að mati ráðsins takmarka lög um helgidagafrið einstaklingsfrelsi um of og telur ráðið þau vera barn …
5. apríl 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp til laga um leiðsögumenn. Með frumvarpinu er lagt til að starfsheitið leiðsögumaður ferðamanna verði lögverndað. Ráðið leggst gegn því að frumvarpið nái fram að ganga.
1. apríl 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar um frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum. Með frumvarpinu er lagt til að sveitarstjórnum verði heimilað að leyfisskylda og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Viðskiptaráð styður …
15. mars 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í frumvarpinu er lagt til að sveitarfélögum verði heimilað að setja í reglur sínar skilyrði um virkni þeirra sem eru vinnufærir en fá fjárhagsaðstoð. Viðskiptaráð styður …
3. mars 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Viðskiptaráð telur að ekki eigi að innleiða regluverk hérlendis með meira íþyngjandi hætti en nauðsyn krefur til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands nema að baki því …
26. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til laga um styttingu á vinnuviku. Viðskiptaráð leggst gegn samþykkt frumvarpsins. Inngrip löggjafans myndi raska núverandi jafnvægi á vinnumarkaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og skapa hættulegt fordæmi í formi aukinnar …
23. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um embætti umboðsmanns aldraðra. Viðskiptaráð leggst gegn frekari fjölgun ríkisstofnana og telur að frekar ætti að fækka þeim. Ennfremur telur ráðið óeðlilegt að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu fyrir afmarkaða þjóðfélagshópa líkt og …
23. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Viðskiptaráð telur margt það sem fram kemur í frumvarpinu vera mjög til bóta. Má þar helst nefna einföldun regluverks með því að aflétta leyfisskyldu í tilteknum flokkum og gera …
17. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins um drög að frumvarpi um póstþjónustu. Lagt er til að einkaréttur ríkisins á sviði póstþjónustu verði lagður niður og opnað verði fyrir samkeppni á póstmarkaði. Viðskiptaráð fagnar þessu skrefi og tekur heilshugar undir meginefni …
17. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um ársreikninga. Viðskiptaráð telur margt það sem fram kemur í frumvarpinu vera til bóta. Ber þar helst að nefna einföldun regluverks gagnvart smærri fyrirtækjum. Ráðið gerir þó athugasemdir við ákveðna hluta …
16. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga og að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis verði aflagt og smásala áfengis verði að ákveðnu marki frjáls. Ráðið telur forvarnir ákjósanlegri leið til að draga …
15. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna þingsályktunartillögu um stefnu um nýfjárfestingar. Viðskiptaráð fagnar tillögunni og tekur undir hana að mestu leyti enda telur ráðið brýnt að bæta innlent fjárfestingarumhverfi. Lagði ráðið m.a. fram tillögur til aðgerða sem það telur vera til þess fallnar að …
11. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til laga um opinber innkaup. Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við afnám svokallaðs samkeppnismats við framkvæmd útboða í gegnum miðlægar innkaupastofnanir í öðrum ríkjum. Að mati ráðsins er brýnt …
22. janúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um almennar íbúðir. Viðskiptaráð leggst gegn því að frumvarpið nái fram að ganga. Telur ráðið líklegt að auknir opinberir styrkir til nýbygginga og kaupa á húsnæði muni leiða til hækkunar á fasteignaverði og …
19. janúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um húsnæðisbætur. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að hverfa frá núverandi áformum um hækkun húsnæðisbóta. Þess í stað telur ráðið að draga ætti úr slíkum stuðningi og taka fremur upp beinan …
19. janúar 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna breytinga á þinglýsingarlögum. Með drögunum er lagður grundvöllur að rafrænum þinglýsingum skjala en nái frumvarpið fram að ganga verður mögulegt að þinglýsa öllum skjölum rafrænt.
19. nóvember 2015

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins vegna draga að reglugerð um lyfjaauglýsingar. Með reglugerðinni er meðal annars brugðist við þeirri breytingu á lyfjalögum sem tók gildi 1. nóvember sl. og heimilar auglýsingar lausasölulyfja í sjónvarpi.
18. nóvember 2015

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna þingsályktunartillögu um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Að mati ráðsins er tillagan bæði ábyrgðarlaus og skaðleg. Í henni felst veruleg áhættutaka ríkissjóðs, afturfarir þegar kemur að skilvirkni skattkerfisins og ófjármögnuð …
29. október 2015

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna frumvarps til laga um breytingu á upplýsingalögum. Með frumvarpinu er kveðið á um að stjórnvöldum og lögaðilum sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera skuli vera skylt að birta opinberlega sundurgreindar …
26. október 2015

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna draga að frumvarpi um breytingu á lögum um almannavarnir. Með frumvarpsdrögunum er kveðið á um að lagt verði netöryggisgjald á nánar tiltekin fyrirtæki sem nefnd eru í frumvarpsdrögunum. Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við …
23. október 2015
Sýni 381-400 af 465 samtals