Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Forsendur fjárlagafrumvarps 2017: fjórar breytingatillögur

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017. Ráðið gerir athugasemdir við að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds, krónutöluskattar séu hækkaðir umfram almennar verðlagsbreytingar og nefnir jafnframt að það eigi …
15. desember 2016

Rafrænar þinglýsingar: Seinlegt kerfi í nútímalegt horf

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna breytinga á þinglýsingarlögum. Með drögunum er lagður grundvöllur að rafrænum þinglýsingum skjala en nái frumvarpsdrögin fram að ganga verður mögulegt að þinglýsa öllum skjölum rafrænt. Viðskiptaráð fagnar því að loks standi til …
29. nóvember 2016

Jákvæðar en ófjármagnaðar breytingar í frumvarpi um almannatryggingar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar. Viðskiptaráð styður að mestu leyti breytingar frumvarpsins. Ráðið gagnrýnir þó að fjármögnun breytinganna liggi ekki fyrir og að ekki sé kveðið á um að samstarfsverkefni skuli sett af …
21. september 2016

Nýjar tillögur um þunna eiginfjármögnun of íþyngjandi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna breytingartillagna við frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Með breytingartillögum við frumvarpið eru m.a. sett fram ákvæði sem eiga að sporna við svokallaðri þunnri eiginfjármögnun. Að mati …
9. september 2016

Gjaldeyrismál: frelsi aukið verulega

Með frumvarpi um lög um gjaldeyrismál er frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu og til gjaldeyrisviðskipta aukið verulega. Viðskiptaráð fagnar frumvarpinu sem markar tímamót í íslensku viðskiptaumhverfi. Ráðið hefur ítrekað bent á skaðsemi langvarandi …
7. september 2016

Einföldun regluverks atvinnulífsins fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps sem miðar að því að einfalda regluverk atvinnulífsins. Breytingarnar einfalda lagaum­hverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu fyrirtækja. Einnig eru lagðar til breytingar sem er ætlað að sporna …
5. september 2016

Fyrsta fasteign: betri leiðir í boði

Með frumvarpi um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð áforma stjórnvöld að styðja einstaklinga sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Viðskiptaráð tekur undir markmið frumvarpsins en telur að árangursríkari leiðir standi til boða.
31. ágúst 2016

Hærri fæðingarorlofsgreiðslur væru framfaraskref

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins vegna draga að frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Með frumvarpinu er annars vegar lagt til að fæðingarorlof foreldra verði lengt og hins vegar að mánaðarleg hámarksgreiðsla úr fæðingarorlofssjóði verði hækkuð. …
25. ágúst 2016

Skattasniðganga takmörkuð með frumvarpi um þunna eiginfjármögnun

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. Breytingarnar sem frumvarpið kveður á um hafa það að markmiði að takmarka möguleika á skattasniðgöngu með svokallaðri þunnri eiginfjármögnun. Viðskiptaráð …
18. ágúst 2016

Viðskiptaráð fagnar hagfelldara fyrirkomulagi námsstuðnings

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til laga um námslán og námsstyrki. Viðskiptaráð telur frumvarpsdrögin vera til mikilla bóta og vega þar þyngst hagfelldara stuðningsfyrirkomulag og bættar endurheimtur á útlánum sem draga úr …
16. ágúst 2016

Ófjármagnaðar breytingar í frumvarpi um almannatryggingar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um almannatryggingar. Viðskiptaráð styður breytingar frumvarpsins en gagnrýnir þó að fjármögnun breytinganna liggi ekki fyrir. Hvetur ráðið til þess að breytingarnar verði fjármagnaðar með …
27. júlí 2016

Aukinni samkeppni ekki að fullu náð í nýjum lyfjalögum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn vegna frumvarps til nýrra lyfjalaga sem felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lyfjalögum. Ráðið telur ýmsar breytingar frumvarpsins til bóta en gerir athugasemdir við að ekki sé gengið nógu langt í því að leyfa sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri …
9. júní 2016

Hefjum viðræður um búvörusamninga upp á nýtt

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp um búvörulög. Með lagafrumvarpinu stendur til að innleiða nauðsynlegar lagabreytingar til að nýir búvörusamningar geti tekið gildi. Viðskiptaráð leggst gegn samningunum í fyrirliggjandi mynd og leggur til að viðræður um …
31. maí 2016

Brýnt að halda inni ákvæði um samkeppnismat

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjárlaganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um opinber innkaup. Margar af þeim breytingum sem lagðar eru til með frumvarpinu eru jákvæðar og til þess fallnar að stuðla að aukinni hagkvæmni í opinberum innkaupum. Ráðið gerir hins vegar alvarlegar …
27. maí 2016

Breytingar á lögum um virðisaukaskatt til bóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpi þessu er ætlað að minnka álag á skattyfirvöld og draga úr reglubyrði smærri aðila með aukna skilvirkni fyrir augum. Viðskiptaráð telur frumvarpið mjög til bóta og vel til þess …
24. maí 2016

Óútfyllt ávísun í sjúkrahúsaþjónustu

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlagastefnu og -áætlun til ársins 2021. Ráðið fagnar framlagningu áætlunarinnar og telur hana styrkja bæði hagstjórn og fjármálastjórn hins opinbera. Að því sögðu skortir aðhald þegar kemur að opinberum útgjöldum - sérstaklega hvað varðar sjúkrahúsaþjónustu.
23. maí 2016

Bætt þjónusta við erlenda sérfræðinga mjög til bóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarp til laga um útlendinga. Ráðið telur breytingarnar sem frumvarpið kveður á um vera til mjög bóta. Samkeppni um erlenda sérfræðinga takmarkast ekki við landamæri og því er mikilvægt að bæta stöðu þeirra hér á landi.
18. maí 2016

Aukinn stuðningur við nýsköpun fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Heilt yfir er það mat ráðsins að frumvarpið bæti umtalsvert rekstrarumhverfi íslenskra …
12. maí 2016

Gerð þjóðhagsáætlana grundvöllur bættra lífskjara

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma. Það er afstaða ráðsins að grundvöllur bættra lífskjara felist í langtímastefnu þar sem áhersla er lögð á bætta samkeppnishæfni og þar með …
6. maí 2016

Lækkun tryggingagjalds og afnám pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Ráðið telur breytingarnar sem frumvarpið kveður á um vera til bóta. Að mati Viðskiptaráðs er sérstaklega brýnt að tryggingagjald verði lækkað og …
6. maí 2016
Sýni 361-380 af 465 samtals