Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Reglur um vátryggingastarfsemi íþyngjandi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi. Ráðið gerir í umsögn sinni margvíslegar athugasemdir við drögin.
22. október 2015

Endurgreiðsla VSK óæskileg leið til að styðja við íþróttastarf

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið kveður á um að endurgreiða skuli íþrótta- og ungmennafélögum virðisaukaskatt sem greiddur hefur verið vegna byggingar íþróttamannvirkja, bæði …
21. október 2015

Lög um ársreikninga

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um drög að frumvarpi til nýrra laga um ársreikninga. Í umsögninni kemur fram að ráðið telji margt það sem fram kemur í frumvarpsdrögunum vera til bóta. Ber þar helst að nefna einföldun regluverks gagnvart smærri …
19. október 2015

Fjárlög 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlög 2016 til fjárlaganefndar Alþingis. Ráðið fagnar áherslu á hraða niðurgreiðslu skulda og að hluta aukningar skatttekna sé skilað til baka í formi skattalækkana. Hins vegar valda hratt vaxandi útgjöld áhyggjum.
13. október 2015

Afnám gjaldeyrishafta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna aðgerðaáætlunar stjórnvalda til losunar fjármagnshafta.
18. júní 2015

Klasastefna

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna þingsályktunar um mótun klasastefnu. Lagt er til að klasastefnan verði mótuð í tengslum við stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2014–2016.
11. júní 2015

Gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma. Í ályktuninni felst að Alþingi feli framkvæmdavaldinu að útfæra áætlun um gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma í samráði við fjölmarga aðila.
20. maí 2015

Verkefni Bændasamtakanna

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, lögum um Matvælastofnun og tollalögum.
15. maí 2015

Samkeppni á mjólkurmarkaði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Með frumvarpinu er lagt til að undanþágur frá samkeppnislögum er varða samráð, samruna og verðtilfærslu í mjólkuriðnaði falli brott.
15. maí 2015

Veiðigjöld

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar á innheimtu veiðigjalds og lagt til að það verði ákveðið til þriggja ára í senn.
8. maí 2015

Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Með frumvarpinu er stefnt að því að aðlaga íslenska löggjöf á sviði fjármálamarkaða að Basel III staðlinum og nýju regluverki Evrópusambandsins.
10. apríl 2015

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íþrótta- og ungmennafélaga

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið kveður á um að endurgreiða skuli íþrótta- og ungmennafélögum virðisaukaskatt sem greiddur hefur verið vegna byggingar íþróttamannvirkja, bæði …
27. mars 2015

Landmælingar Íslands í samkeppni við einkaaðila?

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um landmælingar og grunnkortagerð. Frumvarpið kveður á um að afnumið verði það lagaskilyrði að gerð og miðlun á stafrænum þekjum hjá Landmælingum Íslands verði í …
26. mars 2015

Virkniúrræði fyrir atvinnuleitendur

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um eflingu virkniúrræða fyrir atvinnuleitendur. Viðskiptaráð tekur undir markmið þingsályktunartillögunnar og telur að það sé samfélaginu til hagsbóta að ráðast í umbætur á þessu sviði.
19. mars 2015

Auglýsingar lausasölulyfja

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lyfjalögum. Ráðið fagnar því að til standi að afnema bann við auglýsingum á lausasölulyfjum í sjónvarpi.
2. mars 2015

Náttúrupassi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn vegna frumvarps til laga um náttúrupassa. Ráðið fagnar því að stjórnvöld láti þetta mál sig varða og leggur til að frumvarpið nái fram að ganga að teknu tilliti til athugasemda þess.
26. febrúar 2015

Stofnun Menntamálastofnunar

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna frumvarps til laga um Menntamálastofnun. Með frumvarpinu er mælt fyrir um stofnun Menntamálastofnunar, nýrrar stjórnsýslustofnunar menntamála.
23. febrúar 2015

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til trúfélaga

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (endurbygging og viðhald kirkna). Með frumvarpinu er lagt til að þjóðkirkjusöfnuðum og skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum verði …
27. nóvember 2014

Yfirskattanefnd - styttur málsmeðferðartími og gagnsæi

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um yfirskattanefnd. Með frumvarpinu er m.a. lagt til að yfirskattanefnd taki við verkefnum ríkistollanefndar og ríkistollanefnd verði lögð niður.
26. nóvember 2014

Tekjuskattsbreytingar

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram: Frumvarpið kveður m.a. á um það að tilvísun til leiðbeininga OECD um milliverðlagningu verði felld brott.
21. nóvember 2014
Sýni 401-420 af 465 samtals