
Viðskiptaráð styður frumvarpið og að atvinnutækifæri séu tryggð fyrir þann hluta eldra fólks sem vill og er fær um að vinna lengur. Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.
10. apríl 2018

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um drög að breytingu á reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla.
9. apríl 2018

Í sameiginlegri umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka verslunar og þjónustu, Samorku, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Viðskiptaráðs Íslands eru gerðar alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra …
26. mars 2018

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra framkvæmda.
28. febrúar 2018

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um afnám undanþága á samkeppnislögum fyrir mjólkuriðnaðinn.
28. febrúar 2018

Viðskiptaráð gerir sérstakar athugasemdir við eftirfarandi í fjármálastefnu 2018-2022: Minni afgangur af grunnrekstri (A-hluta) hins opinbera, bjartsýnar forsendur fjármálastefnunnar og vaxandi umsvif hins opinbera í efnahagslífinu.
5. febrúar 2018

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um afnám stimpilgjalda.
29. janúar 2018

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til fjárlaga 2018. Viðskiptaráð telur fimm atriði mikilvægust í umræðunni um fjárlög ársins 2018.
19. desember 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um drög að frumvarpi um póstþjónustu. Með frumvarpsdrögunum er lagt til að einkaréttur ríkisins á sviði póstþjónustu verði lagður niður og opnað verði fyrir samkeppni á póstmarkaði. Viðskiptaráð fagnar þessu skrefi og …
16. ágúst 2017

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um frumvarp um jafnlaunavottun. Að mati ráðsins togast á tvenns konar réttmæt sjónarmið þegar kemur að frumvarpinu. Annars vegar ber að fagna aðgerðum sem miða að auknu jafnrétti kynjanna. Hins vegar ætti ávallt að reyna að lágmarka kostnað vegna regluverks.
16. maí 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um lyfjastefnu til ársins 2022. Hefur ráðið áður fjallað um sölu lausasölulyfja í verslunum og tekur sérstaklega undir það að kanna megi hvort æskilegt sé að heimila að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum.
5. maí 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022. Ráðið er hlynnt því að mótuð sé fjármálaáætlun til fimm ára í senn. Áætlunin eykur aga og yfirsýn í opinberum fjármálum og styrkir langtímahugsun í opinberum rekstri. Fyrri hluti umsagnarinnar …
25. apríl 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps um rafræna fyrirtækjaskrá sem gera mun einstaklingum og lögaðilum kleift að skrá félög með rafrænum hætti. Augljós ávinningur er til staðar fyrir atvinnulífið og jafnframt skilar hún aukinni skilvirkni …
24. apríl 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps um bílastæðagjöld. Verði frumvarpið að lögum er ríki og sveitarfélögum heimilt að taka gjald af þeim sem leggja bifreiðum sínum við ferðamannastaði. Viðskiptaráð telur bílastæðagjöld vera fýsilegt form gjaldtöku, þau leggjast beint á …
12. apríl 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra. Frumvarpinu er ætlað að fella úr gildi lög um orlof húsmæðra og er það fagnaðarefni að mati ráðsins. Bendir ráðið á að atvinnuþátttaka kvenna hafi aldrei verið meiri (80% á árinu 2016) og því tímaskekkja að …
24. mars 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps sem miðar að því að einfalda regluverk atvinnulífsins. Breytingarnar einfalda lagaumhverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu fyrirtækja. Einnig eru lagðar til breytingar sem er ætlað að sporna …
22. mars 2017

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með tillögunni er lagt til að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis verði aflagt og smásala áfengis verði að ákveðnu marki frjáls. Jafnframt er lagt til að heimilt verði að auglýsa áfengi með nánar tilgreindum …
20. mars 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjármálastefnu til áranna 2017-2022. Ráðið gerir athugasemdir við áætluð afkomumarkmið, þá sér í lagi vegna þeirra forsendna sem stefnan byggir á. Stefnan segir til um að hagvöxtur verði mikill, verðbólga lág og gengi í krónu haldist stöðugt. Þá gerir stefnan …
2. mars 2017

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlög ársins 2017. Ráðið gerir athugasemdir við þá stefnu sem mörkuð er í fjárlögunum. Áætlaður afgangur af rekstri ríkissjóðs of lítill og niðurgreiðsla skulda of hæg. Þá eru útgjöld til umdeildari málaflokka of mikil að mati ráðsins. Ráðið hvetur Alþingi …
16. desember 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að samræma lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Viðskiptaráð fagnar því að …
16. desember 2016
Sýni 341-360 af 465 samtals