Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Frjáls smásala áfengis

Viðskiptaráð styður frumvarp um frjálsa smásölu áfengis og leggur til að það verði samþykkt. Í umsögninni kemur fram að frjáls smásala áfengis auki atvinnufrelsi og bæti þar með lífskjör hérlendis.
11. nóvember 2014

Innleiðing rafrænnar fyrirtækjaskrár

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga. Í frumvarpinu eru m.a. lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög í …
28. október 2014

Viðskiptastefna Íslands

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um mótun viðskiptastefnu Íslands. Með þingsályktunartillögunni er lagt til að Alþingi feli ráðherra að móta viðskiptastefnu sem hafi að markmiði að jafna samkeppnisstöðu innlendrar …
23. október 2014

Hagnýting internetsins og réttarvernd netnotenda

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttarvernd netnotenda og leggur til að tillagan nái fram að ganga. Í tillögu atvinnuvegnanefndar er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa …
15. október 2014

Efling lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram: Viðskiptaráð telur hækkun á heimild lífeyrissjóða …
14. október 2014

Breytingar á neyslusköttum og barnabótum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt og brottfall laga um vörugjöld. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram: Breytingar á neyslusköttum auka kaupmátt heimila um 0,4% að …
23. september 2014

Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Í umsögninni kemur fram að Viðskiptaráð telur rétt að innlend löggjöf á sviði fjármálamarkaða sé í samræmi við löggjöf á evrópska efnahagssvæðinu. Í …
4. september 2014

Frumvarp til laga um opinber fjármál

Í frumvarpi til laga um opinber fjármál kemur fram að lögunum sé meðal annars ætlað að tryggja vandaðan undirbúning áætlana og lagasetningar sem varða efnahag opinberra aðila og öflun og meðferð opinbers fjár. Í frumvarpinu felst einnig samræming á opinberri fjármálastjórn en í því er kveðið á um …
4. júní 2014

Virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Í tillögunni er lagt til að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti af starfsemi sinni og þau fái …
4. júní 2014

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld, 568. mál. Í umsögninni kemur fram að ráðið leggur til að frumvarpið verði endurskoðað með tilliti til eftirfarandi sjónarmiða og nái ekki fram að ganga í núverandi …
7. maí 2014

Breyting á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, 392. mál. Í umsögninni kemur fram að ráðið leggur til að frumvarpið nái fram að ganga og telur …
5. maí 2014

Frumvarp til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, 485. mál. Í umsögninni kemur fram að ráðið leggur til að frumvarpið nái ekki fram að ganga og telur skynsamlegra að ráðstafa opinberum …
5. maí 2014

Þingsályktunartillaga um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til utanríkismálanefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, 340. mál. Í umsögninni kemur fram að ráðið telur ekki rétt að …
10. apríl 2014

Breyting á lögum um tekjuskatt

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 (204. mál). Heilt yfir fagnar Viðskiptaráð frumvarpi þessu enda verið með því að afnema ákveðna tæknilega þröskulda í skattkerfinu sem …
10. desember 2013

Frumvarp um breytingu á tollalögum

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, lögum um vörugjöld o.fl. (205. mál). Frumvarpið felur í sér breytingar sem m.a. er ætlað að auðvelda framkvæmd tollalaga.
10. desember 2013

Breytingar á lögum um verslun og áfengi

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun og áfengi nr. 8672011 (156. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái ekki fram að ganga. Heilt yfir tekur Viðskiptaráð undir ítarlega umsögn Félags …
3. desember 2013

Lagafrumvarp um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um frumvarp til laga um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni (158. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga. Viðskiptaráð fagnar frumvarpi þessu enda felst …
29. nóvember 2013

Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (177. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.
29. nóvember 2013

Frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur. Heilt yfir er Viðskiptaráð hlynnt því að rekstur OR verði færður til samræmis við það skipulag sem tekið var upp í kjölfar breytinga á raforkulögum árið 2008. Skynsamlegast er að …
29. nóvember 2013

Breyting á lögum um vátryggingastarfsemi

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi. Ráðið leggur til að frumvarpið nái ekki óbreytt fram að ganga. Líkt og við fyrra frumvarp um sama efni, sbr. 489. þingmál á 141. löggjafarþingi, …
29. nóvember 2013
Sýni 421-440 af 465 samtals