Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Uppfært upplýsingaskjal handa erlendum aðilum

Upplýsingaskjal handa erlendum aðilum, The
1. desember 2008

Stjórnarhættir opinberra fyrirtækja

Í dag gáfu Viðskiptaráð, Kauphöll Íslands og SA út leiðbeiningar um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja. Meðal þeirra sem munu veita leiðbeiningunum formlega viðtöku eru Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og fulltrúar ríkisbankanna þriggja.
27. nóvember 2008

Aðgerðir í þágu atvinnulífs

Nú þegar viljayfirlýsing stjórnvalda og IMF liggur fyrir er mikilvægt að stjórnvöld marki skýra sýn til framtíðar. Samkvæmt yfirlýsingunni liggur fyrir að verulega verður dregið saman í útgjöldum hins opinbera að loknu árinu 2009. Upplýsa þarf almenning við fyrsta tækifæri um hvernig stjórnvöld …
21. nóvember 2008

Komum póstinum í réttar hendur

Fyrr á þessu ári fagnaði Íslandspóstur stórafmæli en þá voru tíu ár liðin frá því fyrirtækið tók til starfa sem sjálfstætt hlutafélag í eigu ríkisins. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun fyrirtækisins hefur félagið endurskilgreint hlutverk sitt og starfsemi á ýmsan máta. Verulega hefur dregið úr …
19. september 2008

Útþensla hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur

Í dag kom út skýrsla Viðskiptaráðs Útþenslan hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur þar sem fjallað er um fjármál hins opinbera og úrræði nú í lok langs hagvaxtarskeiðs í íslensku hagkerfi. Þrátt fyrir mikinn vöxt tekna síðustu árum hafa stjórnvöld ekki nýtt tækifærið til að draga …
17. júní 2008

Orkufrumvarp iðnaðarráðherra - þjóðhagslega óhagkvæmt

Í efnahagsumróti líkt og því sem nú stendur yfir er hætt við að umræða um mikilvæg þingmál, líkt og orkufrumvarp iðnarráðherra, falli milli skips og bryggju í öldugangi almennrar efnahagsumfjöllunar. Þrátt fyrir að tiltölulega lítil umræða hafi farið fram um frumvarpið að undanförnu virðast …
26. maí 2008

Sterkari Seðlabanki er hagsmunamál allra

Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um styrk Seðlabanka Íslands og stöðu hans sem lánveitanda til þrautarvara. Í því samhengi hefur verið bent á smæð gjaldeyrisvarasjóðs bankans og skort á lánalínum frá erlendum seðlabönkum. Þrátt fyrir að gjaldeyrisvarasjóður bankans hafi nýlega verið efldur …
8. maí 2008

Uppgjör í erlendum gjaldmiðlum - Eðlileg afleiðing alþjóðavæðingar

Aukin alþjóðavæðing íslensks hagkerfis hefur leitt til þess að stór hluti tekna og fjármögnunar margra fyrirtækja er í erlendum gjaldmiðlun. Af þessum sökum skapa gengissveiflur íslensku krónunnar mikinn kostnað og óvissu í rekstri viðkomandi fyrirtækja. Til að draga úr kostnaði hafa ýmis fyrirtæki …
6. mars 2008

Mjög góð þátttaka á Viðskiptaþingi 2008

Metþátttaka og uppselt var á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands. Hátt í 500 gestir mættu, en meðal gesta voru lykilmenn í íslensku viðskiptalífi, ráðherrar, þingmenn, fræðimenn, erlendir sendiherrar og embættismenn. Yfirskriftin var að þessu sinni: “Krónan: Byrði eða blóraböggull” og var …
14. febrúar 2008

Meirihluti aðildarfélaga vill kasta krónunni

Á Viðskiptaþingi í dag voru kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal hátt í 300 aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands. Til marks um áhuga félagsmanna á málefninu var svarhlutfall ríflega 70%, sem er óvenju hátt fyrir þetta form könnunar. Það er afdráttarlaus skoðun aðildarfélaga að evran komi …
13. febrúar 2008

Ársskýrsla 2006-2007

Samhliða aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands, sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica, var ársskýrsla ráðsins fyrir árin 2006-2007 birt. Í skýrslunni er farið yfir störf ráðsins síðastliðin tvö ár.
13. febrúar 2008

Framþróun og staða fjármálakerfis Íslands - The Internationalisation of Iceland's Financial Sector

Viðskiptaráð Íslands kynnti nýja skýrslu um framþróun og stöðu fjármálakerfis Íslands á fjölmennum fundi í Lundúnum í dag. Skýrslan ber nafnið „The Internationalisation of Iceland’s Financial Sector“og er rituð af þeim dr. Richard Portes prófessor við London Business School og dr. Friðriki Má …
21. nóvember 2007

Finnur kynnti 90 tillögurnar

Í ræðu sinni á 90 ára afmæli Viðskiptaráðsins í dag kynnti Finnur Oddson 90 tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands. Finnur sagði meðal annars “90 tillögum Viðskiptaráðs má lýsa sem stefnuskrá ráðsins. Sumar eru sjálfsagðar en aðrar umdeildar, en höfuðmarkmið þeirra er að ýta við umræðu sem hefur …
17. september 2007

Nútímavæðing sparisjóðaumhverfisins

Á undanförnum árum hefur orðið mikil og ör þróun í starfsemi sparisjóðanna. Nú er svo komið að þeir eru þátttakendur á flestum þeim sviðum sem aðrir viðskiptabankar starfa. Framþróun og vöxtur sparisjóðanna hefur leitt í ljós talsverð vandkvæði á núverandi starfsumhverfi.
8. ágúst 2007

Sveitarfélög og samkeppnisraskanir

Reykjavíkurborg hóf nýlega að auglýsa endurvinnslutunnur undir pappírsúrgang fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Hingað til hefur borgarbúum boðist að aka með pappírsúrgang sinn í nálægar grenndarog endurvinnslustöðvar. Um er að ræða aukna þjónustu við borgarbúa samkvæmt auglýsingunni og er …
4. júlí 2007

Hver ættu kosningaloforðin að vera

Nú þegar líður að kosningum spretta loforð stjórnmálaflokka landsins upp eins og krókusar að vori. Mörg af þeim eru góð, önnur verri og ýmis slæm. Aðstæður eru um margt óvenjulegar í hagkerfinu um þessar mundir og því eðlilegt að taka tillit til þeirra þegar loforðin eru lögð fram.
25. apríl 2007

Opinberar fasteignir - umfangsmesta einkavæðingin?

Yfir 100 gestir sóttu ráðstefnu um einkaframkvæmd sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í gær. Ráðstefnan var samstarfsverkefni ýmissa aðila, en auk Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík komu að verkefninu Samtök atvinnulífsins, KPMG, Glitnir, Þyrping, Nýsir, ÍAV, Seltjarnarnesbær, Baugur, Sjóvá …
24. apríl 2007

Iceland's Advance - framrás Íslands á erlenda markaði

Aukning beinnar erlendrar fjárfestingar (FDI) hefur náð athygli erlendra fjármálamarkaða, sér í lagi í Danmörku og Bretlandi, þar sem íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa verið virk í fjárfestingum. Eðlilegt er að slík sókn leiði til þess að spurningar vakni og nauðsynlegt að halda uppi góðu …
7. febrúar 2007

Höldum kosningaþenslu í lágmarki

Þrátt fyrir vaxandi jákvæðni og uppsveiflu í íslensku viðskiptalífi undanfarna mánuði eru ýmis vandamál sem enn hrjá landann. Með hækkandi hlutabréfaverði, sterkari krónu og minnkandi verðbólgu, dregur úr umræðu um þessi mál. Það er auðveldara að hunsa vandamál í fjarlægð en nánd.
8. nóvember 2006

Krónan og atvinnulífið

Viðskiptaráð Íslands gaf í dag út skýrsluna Krónan og atvinnulífið. Að neðan má finna útdrátt og helstu niðurstöður skýrslunnar. Prentuð eintök af skýrslunni má nálgast á skrifstofu Viðskiptaráðs gegn 2000 kr. gjaldi eða með því að senda tölvupóst á mottaka@vi.is. Um þessar mundir eru fimm ár liðin …
26. júlí 2006
Sýni 301-320 af 375 samtals