
Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs föstudaginn 16. desember vegna starfsdags. Þjónusta ráðsins verður því skert en upprunavottorð verða afgreidd rafrænt. Við hvetjum þá viðskiptavini sem þurfa útprentuð upprunavottorð að senda inn umsóknir og sækja á fimmtudaginn.
13. desember 2016

Skráning er hafin á Viðskiptaþing 2017 sem haldið verður þann 9. febrúar næstkomandi frá kl. 13.00-17.00 á Hilton Reykjavik Nordica. Yfirskrift þingsins er „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi“.
7. desember 2016

Tveir nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs síðustu vikurnar. Þeir eru Hringbraut og Viðskiptahúsið. Hringbraut er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki sem rekur sjónvarpsstöð, útvarp FM89,1 og vefsíðuna hringbraut.is. Viðskiptahúsið hefur frá árinu 2001 verið sérhæft í miðlun fyrirtækja, skipa, …
25. nóvember 2016

Forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefur brugðist við ítrekaðri gagnrýni Viðskiptaráðs á vinnubrögð sambandsins í umræðu um verðlagsþróun. Þær efnislegu röksemdir sem fram koma eru þó gallaðar í veigamiklum atriðum.
22. nóvember 2016

Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun fyrir fullu húsi gesta. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, flutti aðalerindi fundarins undir yfirskriftinni: „Peningastefnan: árangur og endurskoðun?“ Staða í efnahagsmálum ásamt framkvæmd og stefnu í peningamálum voru í brennidepli.
17. nóvember 2016

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fullyrt er að styrking krónunnar undanfarin misseri hafi skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs. Sú fullyrðing á hins vegar ekki rétt á sér. Þannig lítur ASÍ framhjá bættum kjörum launafólks í greiningu sinni sem …
15. nóvember 2016

Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram í Hörpu á fimmtudaginn í næstu viku, daginn eftir vaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mun fara yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum. Í yfirskrift fundarins er spurt hvort sjálfstæð peningastefna sé of dýru verði …
11. nóvember 2016

Forsætisráðuneytið gerði úttekt á áhrifum lagabreytinga síðasta kjörtímabils á regluverk atvinnulífsins. Þar kemur fram að regluverk var ekki einfaldað á kjörtímabilinu, EES-reglur voru innleiddar með meira íþyngjandi hætti en þörf var á og ráðuneytin framfylgdu ekki því hlutverki sínu að meta áhrif …
10. nóvember 2016

Upptaka af 90 mínútna kosningafundi Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins með leiðtogum stjórnmálaflokkanna er nú aðgengileg á YouTube rás Viðskiptaráðs Íslands. Fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi eða mældust með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum tóku þátt.
1. nóvember 2016

Ákvörðun kjararáðs um launahækkanir þingmanna og ráðherra er í engu samhengi við almenna þróun á vinnumarkaði, hvort sem horft er til skemmri eða lengri tíma.
1. nóvember 2016

Védís Hervör Árnadóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í samskipta- og útgáfumálum hjá Viðskiptaráði Íslands. Védís mun jafnframt taka þátt í málefnastarfi ráðsins sem og annarri daglegri starfsemi. Hún hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.
25. október 2016

Bein útsending verður kl. 15.00 frá fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um atvinnulífið og stefnu stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Horfa má á útsendinguna á Vísi, Mbl og VB.
18. október 2016

Á þriðjudag fer fram opinn fundur um efnahags- og atvinnumál á vegum Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins. Leiðtogar stjórnmálaframboða munu þar svara lykilspurningum um efnahags- og atvinnumál: Hvernig á að fjármagna kosningaloforðin? Hvernig má tryggja lægri verðbólgu og vexti á Íslandi? Og …
13. október 2016

Frá og með mánudeginum 10. október verður opnunartími móttöku Viðskiptaráðs, vegna upprunavottorða og ATA Carnet skírteina, frá kl. 8.30-16.00 alla virka daga.
7. október 2016

Traust almennings til íslenskra fyrirtækja fer vaxandi og hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust árið 2010. Þá bera fjórir af hverjum fimm einstaklingum traust til eigin vinnuveitanda. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var af Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og …
5. október 2016

Fimmtudaginn 30. september sl. fór fram fundur Viðskiptaráðs og Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem nýlegar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu voru ræddar. Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnarinnar, kynnti tillögur hennar og að því loknu fóru fram …
4. október 2016

Þann 29. september stendur Viðskiptaráð og félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) fyrir morgunverðarfundi kl. 8.30-10.00 á Grand hótel Reykjavík um íslenska skattkerfið í samstarfi. Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu …
22. september 2016

Landspítali hefur gert athugasemdir við umfjöllun Viðskiptaráðs sem birtist þann 19. september síðastliðinn undir yfirskriftinni „Óskilgreind fjárútlát gagnast ekki sjúklingum“. Viðskiptaráð bregst hér við athugasemdum spítalans.
22. september 2016

Undanfarnar vikur hafa flest stjórnmálaöfl lofað auknum fjárútlátum til heilbrigðiskerfisins á næsta kjörtímabili. Ekkert þeirra hefur hins vegar tilgreint nánar með hvaða hætti þeim viðbótarfjármunum skuli varið. Ný úttekt ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company varpar ljósi á vandann við slík …
19. september 2016

Í gær fór fram önnur úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Alls var ellefu milljónum króna úthlutað til fjögurra verkefna. Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi.
16. september 2016
Sýni 361-380 af 1602 samtals