
Frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn er óvönduð og byggir á hæpnum forsendum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við markaðsrannsókn eftirlitsins. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs um skýrsluna.
18. mars 2016

Upptaka frá fræðslufundi VÍB um húsnæðismarkaðinn er nú aðgengileg á vefnum. Á fundinum flutti Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, erindi um þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu stjórnvalda að fasteignamarkaðnum hérlendis. Að erindinu loknu fóru fram umræður í …
11. mars 2016

Sigurður Tómasson hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Starf hans mun fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, svo sem greiningarvinnu og skrifum. Sigurður starfaði áður sem blaðamaður á viðskiptafréttadeild …
8. mars 2016

Hulda Bjarnadóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands af Kristínu S. Hjámtýsdóttur sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands. Hulda hefur undanfarin fimm ár starfað sem framkvæmdastjóri FKA, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum félags- og …
7. mars 2016

Opinn fundur um nýgerða búvörusamninga fór fram á Grand Hóteli Reykjavík í morgun og var sjónum beint að samningunum séð frá hagsmunum íslenskra neytenda. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, hélt erindi á fundinum. Taldi Daði helstu galla nýrra …
1. mars 2016

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 211 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 51 skattalækkun og 160 skattahækkanir. Fyrir hverja skattalækkun hafa því skattar verið hækkaðir ríflega þrisvar sinnum. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar …
29. febrúar 2016

Viðskiptaráð fagnar tillögu stýrihóps á vegum forsætisráðherra um sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands í eina stofnun. Hvetur ráðið stjórnvöld til að ráðast í frekari sameiningar með það að markmiði að bæta þjónustu og auka hagkvæmni í rekstri stofnanakerfisins hérlendis. Mat …
26. febrúar 2016

Viðskiptaráð Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýja búvörusamninga. Samningsaðilar hafa nær alfarið litið framhjá þeim umbótatillögum sem lagðar hafa verið fram um leiðir til aukinnar hagkvæmni í íslenskum landbúnaði. Hvetur ráðið Alþingi til að synja samningunum staðfestingar.
24. febrúar 2016

Upptökur frá Viðskiptaþingi hafa nú verið gerðar aðgengilegar á Youtube-síðu Viðskiptaráðs. Yfirskrift þingsins í ár var Héraðsmót
19. febrúar 2016

Kristín Friðgeirsdóttir, stjórnarformaður Haga og prófessor við London Business School, fjallaði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi um þær miklu áskoranir sem íslensk fyrirtæki þurfa að takast á við til að geta keppt á sístækkandi mörkuðum.
12. febrúar 2016

Viðskiptaráð hefur gefið út myndband um viðfangsefni Viðskiptaþings 2016. Þar kemur fram að íslensk fyrirtæki standa frammi miklum breytingum - bæði á innlendum vettvangi og vegna alþjóðlegrar þróunar.
12. febrúar 2016

Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2016-2018. Viðskiptaráð Íslands vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.
11. febrúar 2016

Á árlegu Viðskiptaþingi voru veittir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Ríflega 180 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 18 löndum víðsvegar um heiminn.
11. febrúar 2016

Ein stærsta efnahagslega áskorun Íslendinga er lág framleiðni. Aukin framleiðni fyrirtækja í innlendum rekstri er lykillinn að bættum lífskjörum hérlendis. Þetta kom fram í máli Hreggviðs Jónssonar, fráfarandi formanns Viðskiptaráðs, í opnunarræðu Viðskiptaþings í dag.
11. febrúar 2016

Fimmtudaginn 11. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-17.00 og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs opin frá kl. 8.00 til 12.00. Skrifstofa ráðsins opnar kl. 10.00 föstudaginn 12. febrúar. Yfirskrift þingsins er „Héraðsmót eða heimsleikar? Innlendur …
9. febrúar 2016

Leikreglum er ætlað að vernda heildarhagsmuni en kostnaður fyrirtækja vegna framfylgni þeirra deilist hins vegar ójafnt niður. Þannig bera smærri fyrirtæki mun þyngri byrðar vegna íþyngjandi leikeglna en þau sem stærri eru.
9. febrúar 2016

Marel hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011. Marel lauk úttektarferlinu í desember 2015 og …
4. febrúar 2016

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu laugardaginn 30. janúar. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hátíðarræðu þar sem hann fjallaði um mikilvægi menntunar sem hornstein bættra lífskjara. Í …
2. febrúar 2016

Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í þing. Tekið er við skráningum á biðlista og ef afskráning á sér stað fær efsti aðili á biðlista úthlutuðu sæti á þinginu.
28. janúar 2016

Átta nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs og eru þeir eftirfarandi: Heilsumiðstöðin 108 Reykjavík / Hótel Ísland, Inter Medica, Íslensk-ameríska, Jakob Sigurðsson, Mentor, ReMake Electric, Trappa og True North. Viðskiptaráð býður ofangreinda aðila velkomna í hópinn og hlakkar til …
27. janúar 2016
Sýni 401-420 af 1602 samtals