
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að efla og stýra störfum millilandaráðanna í samstarfi við stjórnir þeirra. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af starfs- og fjárhagsáætlanagerð, gerð uppgjöra og kostnaðarutanumhaldi, almennum rekstri, stjórnarfundum, …
7. júní 2017

Niðurstaða úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða var kynnt á fundi í Hörpu í dag. Þema fundarins í ár var menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Ísland hækkar um þrjú sæti á listanum milli ára og situr nú í 20. sæti. Ísland stendur vel að vígi hvað samfélagslega innviði varðar en …
31. maí 2017

Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki bjóða á morgunverðarfund í Hörpu þar sem niðurstöður viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2017 verða kynntar.
26. maí 2017

Viðskiptaráð hélt Ný-sköpun-Ný-tengsl viðburðinn í tíunda sinn þann 18. maí s.l. í samstarfi við Icelandic Startups. Ráðið leggur mikla áherslu á að efla íslenskt nýsköpunarumhverfi og heldur uppi virku samstarfi við þá aðila sem að því koma.
22. maí 2017

Kristrún Frostadóttir hefur verið ráðin hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Kristrún tekur við starfinu af Birni Brynjúlfi Björnssyni sem hefur starfað sem hagfræðingur ráðsins síðastliðin þrjú ár. Kristrún mun hefja störf i lok mars.
1. mars 2017

Tveir nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs á síðust vikum; Hagvangur og Guide to Iceland. Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Guide to Iceland er vinsælasta ferðasíða landsins sem leggur áherslu á að starfa í þágu lítilla …
27. febrúar 2017

Viðskiptaþing fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. febrúar frá 13.00-17.00. Viðskiptaþing 2017 bar yfirskriftina Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi og lutu efnistök að framtíð auðlindagreina á Íslandi. Viðskiptaráð Íslands þakkar gestum þingsins og framsögumönnum …
10. febrúar 2017

Fimmtudaginn 9. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-17.00 og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs opin frá kl. 9.00 til 12.00. Skrifstofa ráðsins opnar kl. 10.00 föstudaginn 10. febrúar. Yfirskrift þingsins er „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina …
8. febrúar 2017

Opnunartími á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands verður nú 9.00 - 16.00 frá og með mánudeginum 6. febrúar. Starfsfólk Viðskiptaráðs hvetur þau fyrirtæki sem nýta sér þjónustu vegna upprunavottorða og ATA Carnet skírteina að hafa breyttan opnunartíma í huga.
3. febrúar 2017

Núverandi og fyrrverandi sóknarnefndarformenn Hrafnseyrarkirkju sendu frá sér tilkynningu þann 27. janúar síðastliðinn vegna úttektar Viðskiptaráðs á fasteignarekstri ríkissjóðs. Í tilkynningunni kalla formennirnir tillögu ráðsins um að ríkissjóður losi um eignarhald sitt á Hrafnseyrarkirkju „[…] …
31. janúar 2017

Gengið hefur verið frá ráðningu Ástu Sigríðar Fjeldsted í starf framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Ásta hefur starfað fyrir alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company frá árinu 2012. Áður starfaði Ásta hjá IBM í Kaupmannahöfn og stoðtækjaframleiðandanum Össur hf, bæði í Frakklandi og á …
30. janúar 2017

Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir nýjum hagfræðingi. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af skrifum og greiningarvinnu vegna útgáfu nýs efnis, miðlun í gegnum fjölmiðla og …
30. janúar 2017

Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í viðburðinn. Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.00-17.00. Tekið er við skráningum á biðlista og við afskráningu fær efsti aðili á biðlista úthlutað sæti á þinginu.
27. janúar 2017

Dagskrá Viðskiptaþings 2017 lítur nú dagsins ljós en efnistök lúta að auðlindageiranum sem er undirstaða verðmætasköpunar í hagkerfinu. Á Viðskiptaþingi 2017 verður fjallað um sjálfbæra nýtingu þessara auðlinda og tækifærin sem greinarnar standa frammi fyrir vegna umsvifamikilla breytinga á …
23. janúar 2017

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið Leif Hreggviðsson sem sérfræðing á hagfræðisviði ráðsins. Starf hans mun fyrst og fremst snúa að málefnastarfi ráðsins, svo sem greiningarvinnu og skrifum.
10. janúar 2017

Umsóknarfrestur um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) er nú liðinn. Umsóknir um námsstyrki hafa aldrei verið fleiri en 198 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 17 löndum víðsvegar um heiminn.
10. janúar 2017

Wal van Lierop er aðalræðumaður Viðskiptaþings 2017 þann 9. febrúar sem ber yfirskriftina „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi“. Wal er framtaksfjárfestir sem leggur sérstaka áherslu á auðlindageirann. Hann býr yfir fjölbreyttri alþjóðlegri reynslu sem forstjóri, ráðgjafi og fræðimaður.
4. janúar 2017

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands samþykkti nýverið nýja íslenska útgáfu gerðardómsreglna Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Gerðardómur Viðskiptaráðs var stofnaður árið 1930 og er því líklega elsta gerðardómsstofnun landsins. Með notkun gerðardómsins geta aðilar fengið leyst úr ágreiningi með skjótum og …
3. janúar 2017

Minnum á breyttan opnunartíma yfir jól og áramót. Skrifstofa Viðskiptaráðs er lokuð á Þorláksmessu og 26. desember (annan í jólum). Opnunartími milli jóla og nýárs er eftirfarandi: 27. desember kl. 10-16 og 28.-30. desember kl. 8.30-16. Skrifstofa ráðsins opnar aftur mánudaginn 2. janúar kl. 10.
21. desember 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs. Alls verða veittir fjórir styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver. Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2017. Tilkynnt verður um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 9. febrúar 2017.
15. desember 2016
Sýni 341-360 af 1602 samtals