Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Tímabær umræða um skattkerfið

Viðskiptaráð fagnar því frumkvæði sem nýjar tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangsins um breytingar og umbætur á skattkerfinu fela í sér. Endurskoðun á skattkerfinu sem miðar að aukinni skilvirkni og einfaldleika er löngu tímabært skref. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir muni ríkja á meðal …
8. september 2016

Vilt þú móta íslenskt viðskiptaumhverfi?

Viðskiptaráð Íslands leitar að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af skrifum og greiningarvinnu vegna útgáfu nýs efnis, miðlun í gegnum fjölmiðla og þátttöku í mótun stefnu ráðsins.
3. september 2016

Er steypa í útreikningum ASÍ?

Verðlagseftirlit ASÍ birti fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt er að engar vísbendingar séu um að afnám vörugjalda á byggingarvörur hafi skilað sér í lægra verði til neytenda. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við bæði vinnubrögð og ályktanir eftirlitsins. Þannig notast ASÍ við rangan …
2. september 2016

Platome nýr félagi í Viðskiptaráði

Sprotafyrirtækið Platome hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs. Platome þróar aðferðir fyrir vísindamenn sem rannsaka stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum og stuðla að framförum í læknisfræði.
2. september 2016

Auglýst eftir umsóknum um rannsóknastyrki

Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands er nú opinn fyrir styrkumsóknir. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 og veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs. Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2016.
7. júlí 2016

Sumaropnun 18. júlí til 5. ágúst

Styttur opnunartími verður á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands frá 18. júlí til 5. ágúst, en þá verður opið frá klukkan 9 til 14. Hefðbundinn opnunartími, frá klukkan 8 til 16, tekur við á ný mánudaginn 8. ágúst.
1. júlí 2016

Rúmlega 600 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Stærsta brautskráning frá stofnun Háskólans í Reykjavík fór fram laugardaginn 18. júní þegar 641 nemandi brautskráðist við hátíðlega athöfn í Hörpu. Í hátíðarræðu Katrínar Olgu hvatti hún nemendur til að skoða tækifæri sem er að finna í alþjóðageiranum, geira sem byggir ekki á auðlindum heldur …
28. júní 2016

Búvörusamningar rökræddir

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, tókust á um nýja búvörusamninga á Hringbraut þann 5. júní. Viðskiptaráð leggst gegn samningunum og lagði til í umsögn sinni til Alþingis til að viðræður um búvörusamninga væru hafnar upp á nýtt.
14. júní 2016

Þrír nýir félagar

Þrír nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs síðustu vikurnar. Þeir eru eftirfarandi: ANKRA, Wasabi Iceland og Lilja Kristjánsdóttir. Viðskiptaráð býður nýja félaga velkomna í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum
7. júní 2016

Vel heppnað tengslakvöld

Árlegt tengslakvöld Viðskiptaráðs og Icelandic Startups fór fram í níunda skipti síðastliðinn fimmtudag og gestgjafi kvöldsins var Deloitte. Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja tóku þátt í viðburðinum ásamt stjórnendum úr atvinnulífinu og starfsfólki Viðskiptaráðs, Icelandic Startups og Deloitte.
3. júní 2016

Höfuðborgin gegnir lykilhlutverki í samkeppnishæfni Íslands

Niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni Íslands árið 2016 voru kynntar í dag á fundi VÍB og Viðskiptaráðs. Ísland hækkar um eitt sæti á listanum milli ára og situr nú í 23. sæti og vegur bætt efnahagsleg frammistaða þyngst í hækkuninni.
31. maí 2016

Skiptar skoðanir um virkni lífeyrissjóða sem hluthafa

Morgunverðarfundur Viðskiptaráðs, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um samvistir lífeyrissjóða og almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaði fór fram á Icelandair hótel Reykjavík Natura fyrr í dag. Í erindum og í umræðum í pallborði komu fram fjölbreytt sjónarmið um hvernig lífeyrissjóðir skuli …
26. maí 2016

Lokað föstudaginn 27. maí

Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs föstudaginn 26. maí vegna starfsdags. Þjónusta ráðsins verður því skert en upprunavottorð verða afgreidd rafrænt. Við hvetjum þá viðskiptavini sem þurfa útprentuð upprunavottorð að senda inn umsóknir og sækja á fimmtudaginn.
24. maí 2016

Fleirum gert kleift að eignast húsnæði

Viðskiptaráð Íslands fagnar breytingu umhverfis- og auðlindaráðherra á byggingareglugerð sem undirrituð var í gær. Með breytingunni eru stór skref stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs – sér í lagi þegar kemur að smærri íbúðum.
4. maí 2016

Nauðsynlegt að endurskoða íhlutunarheimildir Samkeppniseftirlitsins

Sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum fór fram á Grand Hótel Reykjavík í gærmorgun. Á fundinum var sjónum m.a. beint að markaðsrannsóknum sem forsendu íhlutunar á mörkuðum.
28. apríl 2016

Morgunverðarfundur um inngrip stjórnvalda á mörkuðum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins standa að morgunverðarfundi um inngrip stjórnvalda á mörkuðum á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 26. apríl kl. 8.30-10.00.
20. apríl 2016

Útsvarshlutföll tveggja sveitarfélaga leiðrétt

Á þriðjudag opnaði Viðskiptaráð nýjan örvef þar sem notendum gefst kostur á að bera saman kostnaðinn við að búa í ólíkum sveitarfélögum. Á vefnum eru settar inn upplýsingar um forsendur út frá búsetu, fjölskyldusamsetningu, launatekjum og stærð húsnæðis.
14. apríl 2016

Hvar er best að búa?

Viðskiptaráð hefur opnað nýjan örvef þar sem bera má saman kostnaðinn við að búa í ólíkum sveitarfélögum. Á vefnum má sjá yfirlit yfir skatta, gjöld og skuldir allra sveitarfélaga. Með opnun vefsins vill Viðskiptaráð auka gagnsæi um skattheimtu, gjöld og skuldsetningu á sveitastjórnarstigi.
12. apríl 2016

Íslensk erfðagreining nýr félagi

Íslensk erfðagreining (e. deCODE genetics) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Íslensk erfðagreining er líftæknifyrirtæki sem hóf starfsemi sína árið 1996. Fyrirtækið stundar rannsóknir og er í forystuhlutverki á sviði mannerfðafræði í heiminum. Viðskiptaráð býður Íslenska erfðagreiningu velkomna …
8. apríl 2016

Dregið úr opinberri samkeppni við innlenda smásala

Viðskiptaráð fagnar áformum fjármála- og efnahagsráðherra um að girða fyrir pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar ehf. Samkvæmt nýju frumvarpi verður fyrirtækinu óheimilt að taka á móti pöntunum frá öðrum en þeim sem eru staddir í komuversluninni. Ráðið telur opinbera komuverslun vera tímaskekkju og …
7. apríl 2016
Sýni 381-400 af 1602 samtals