
Skráning er hafin á árlegan peningamálafund Viðskiptaráðs. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, mun þar halda erindi um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Aðrir þátttakendur í dagskrá verða kynntir þegar nær dregur.
15. október 2015

Regluverk hérlendis er íþyngjandi miðað við grannríkin og skortur hefur verið á efndum fyrirheita um einföldun þess. Þetta kom fram í erindi sem Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, flutti á hádegisverðarfundi Félags löggiltra endurskoðenda
8. október 2015

Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, hélt erindi um opinberan rekstur á Keflavíkurflugvelli á fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Í erindi sínu vitnaði Hreggviður í stjórnarformann ISAVIA, Ingimund Sigurpálsson, sem ritaði í nýjustu ársskýrslu ISAVIA að félagið þurfi …
2. október 2015

Viðskiptaráð fagnar nýjum samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Samningurinn felur í sér aukningu tollfrjálsra heimilda (tollkvóta) fyrir innflutning nokkurra tegunda matvæla, fyrst og fremst alifugla-, svína-, og nautakjöts ásamt ostum. Þá eru tollkvótar til …
24. september 2015

Atlantik Legal Services er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Atlantik Legal Services er íslensk lögmannsstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki og fjárfesta.
23. september 2015

Í morgun fór fram morgunverðarfundur Viðskiptaráðs um stöðu og framtíðarþróun í heilbrigðismálum. Um 120 manns mættu á fundinn sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík. Þátttakendur í dagskrá voru sammála um að brýn þörf sé á mótun langtímastefnu þegar kemur að heilbrigðismálum.
22. september 2015

Í dag fór fram fyrsta úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Alls var 6,5 milljónum króna úthlutað til fjögurra ólíkra verkefna. Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi.
18. september 2015

Regluverk atvinnulífsins var viðfangsefni nýlegrar úttektar í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, undir yfirskriftinni „Minni fyrirtæki kæfð í reglugerðum.“ Þar kemur fram að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar sé hvatt til þess að meira verði gert til að …
16. september 2015

Hver er staða heilbrigðismála á Íslandi í alþjóðlegum samanburði? Hverjar eru helstu áskoranir og hvar liggja tækifæri til að aukahagkvæmni? Leitast verður við að svara þessum spurningum á morgunverðarfundi um heilbrigðismál þriðjudaginn 22. september.
16. september 2015

Fyrsta úthlutun úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands fer fram föstudaginn 18. september. Tilkynnt verður um styrkþega og munu þeir gera stutta grein fyrir verkefnum sínum.
10. september 2015

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú lagt fram frumvarp til fjárlaga ársins 2016. Frumvarpið markast af bættum aðstæðum í íslensku efnahagslífi, en áætlaðar skatttekjur aukast um 45 ma. kr. sem jafngildir um 6% hækkun á milli ára. Skortur á aðhaldi þegar kemur að launakostnaði veldur áhyggjum en …
9. september 2015

Eik fasteignafélag er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002 sem sérhæft fyrirtæki í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Félagið leggur áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar.
28. ágúst 2015

Árlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna fór fram í gær á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta farandbikar og var það lið Bresk-íslenska viðskiptaráðsins sem hafði sigur.
27. ágúst 2015

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í Morgunútgáfunni í dag og ræddi þar um nýja skoðun um fjármál hins opinbera. Fram kom að útlit er fyrir að ríkið geti nánast greitt upp skuldir sem urðu til við hrunið. Frosti sagði það engu að síður vera þannig að oft er erfitt að stýra …
26. ágúst 2015

Umsóknarfrestur um styrki úr nýjum Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands er nú liðinn. Alls bárust 127 styrkumsóknir frá fjölbreyttum hópi umsækjenda. Valnefnd Rannsóknarsjóðsins mun nú fara yfir umsóknirnar og ákvarða bæði upphæðir og fjölda styrkveitinga.
19. ágúst 2015

Mjólkursamsalan (MS) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu rúmlega 650 kúabænda um land allt. Hlutverk hennar er að sjá um alla móttöku, framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu mjólkurafurða.
12. ágúst 2015

Vakin er athygli á því að afgreiðsla Viðskiptaráðs verður lokuð föstudaginn 14. ágúst vegna starfsmannadags. Upprunavottorð verða afgreidd en þó verður ekki hægt að afhenda prentuð vottorð þennan dag.
10. ágúst 2015

Síðastliðinn föstudag hækkaði Fitch Ratings lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um einn flokk. Einkunnin hefur nú hækkað hjá öllum stóru lánshæfismatsfyrirtækjunum (Standard & Poor‘s, Moody‘s og Fitch) á undanförnum vikum. Er þetta í fyrsta sinn frá hruni sem lánshæfi ríkissjóðs batnar samkvæmt öllum …
27. júlí 2015

Styttur opnunartími verður á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands frá 19. júlí til 7. ágúst, en þá verður opið frá klukkan 9 til 14. Hefðbundinn opnunartími, frá klukkan 8 til 16, tekur við á ný mánudaginn 10. ágúst.
20. júlí 2015

Viðskiptaráð fagnar áformum fjármála- og efnahagsráðherra um að afnema alla tolla aðra en matartolla fyrir árið 2017. Í aðgerðunum felst skattalækkun sem leiðir til lægra vöruverðs og aukins kaupmáttar. Samkvæmt áætlun ráðsins munu breytingarnar draga úr útgjöldum meðalheimilis um 30 þúsund krónur á …
13. júlí 2015
Sýni 441-460 af 1602 samtals