Viðskiptaráð Íslands

Málefnastarf

Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Í málefnastarfi ráðsins leikur útgefið efni lykilhlutverk.

Veldu viðfangsefni

Útborgunardagurinn er í dag

Útborgunardagurinn 2025 er í dag, þann 27. júní. Frá þessum degi byrjar starfsmaður að vinna fyrir útborguðum launum, en frá áramótum þar til nú hefur hann unnið fyrir sköttum, réttindum og lífeyrissparnaði.
27. júní 2025

Garðar Víðir nýr formaður Gerðardóms VÍ

Ný stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs tók við störfum í maí síðastliðnum. Garðar Víðir Gunnarsson er nýr formaður dómsins og Finnur Magnússon hefur tekið sæti í stjórn.
25. júní 2025

Sex hlutir sem þú vissir ekki um húsnæðisfélög

„Hjá ASÍ virðist ríkja sú skoðun að þeir sem hljóta styrki úr opinberum kerfum eigi þar með að láta hjá líða að gagnrýna þau. Viðskiptaráð getur ekki tekið undir slíkt. Ráðið mun áfram tala fyrir því að stuðningur við einstaklinga á húsnæðismarkaði verði opinn, gagnsær, afmarkaður og veittur á …
25. júní 2025

Menntun er fjársjóður - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 21. júní útskrifuðust 697 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi og stjórnarmaður í Viðskiptaráði, hátíðarræðu. Þar fjallaði hún um mikilvægi menntunar sem hornsteinn framfara og bættra lífskjara hér á landi.
24. júní 2025

Ísland hækkar um tvö sæti í samkeppnishæfni á milli ára

Ísland hækkar um tvö sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 15. sæti af 69 ríkjum árið 2025. Bætt staða er tilkomin vegna aukinnar skilvirkni atvinnulífsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar úttektar IMD háskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja.
18. júní 2025

Óábyrgt að víkja frá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Viðskiptaráð gagnrýnir frumvarp sem veitir heimild til að víkja frá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og auka aflamagn til strandveiða. Ráðið telur að frumvarpið grafi undan sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu sjávarauðlindarinnar, samhliða því að auka kostnað og óvissu í greininni.
16. júní 2025

Viðskiptaráð kvartar til ESA vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar á húsnæðismarkaði

Viðskiptaráð hefur óskað eftir að ESA hefji rannsókn á því hvort þríþætt meðgjöf til húsnæðisfélaga brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins um ólögmæta ríkisaðstoð. Aðstoðin er veitt í formi lóðaúthlutana, stofnframlaga og niðurgreiddra lána og jafngildir 46% niðurgreiðslu lóða- og byggingarkostnaðar …
11. júní 2025

Afturför á leigubílamarkaði sem grafi undan samkeppni og atvinnufrelsi

Viðskiptaráð leggst gegn nýju frumvarpi stjórnvalda um breytingar á leigubílaþjónustu og varar við því að það grafi undan samkeppni og atvinnufrelsi. Í umsögn sinni gagnrýnir ráðið fyrirhugaða endurupptöku stöðvarskyldu og auknar kvaðir á leyfishafa, sem það telur bæði óþarfar og skaðlegar. Ráðið …
5. júní 2025

Of viðtækt gildissvið getur hamlað fjárfestingum

Viðskiptaráð fagnar því að hafin sé vinna við endurskoðun frumvarps um rýni á fjárfestingum erlendra aðila, með áherslu á þjóðaröryggi og allsherjarreglu. Ráðið styður skýra og einfalda rýnilöggjöf en varar við of víðtæku gildissviði sem getur hamlað fjárfestingum.
4. júní 2025

Alvarlegar athugasemdir gerðar við misræmi í skólakerfinu

Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðherra og umboðsmanni Alþingis erindi þar sem vakin er athygli á lagalegum álitaefnum vegna misræmis í námsmati grunnskóla. Erindin byggja á nýju lögfræðiáliti þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við ójafna meðferð umsækjenda um framhaldsskólavist.
3. júní 2025

87% aflaheimilda hafa skipt um hendur

Lykilrök fyrir áformaðri hækkun veiðigjalds er svokölluð auðlindarenta, þ.e. umframhagnaður kvótahafa vegna aðgangs að takmarkaðri auðlind. En 87% aflaheimilda hafa skipt um hendur frá því að framsal var gefið frjálst. Núverandi kvótahafar greiddu því fullt verð fyrir aðgang sinn á meðan …
29. maí 2025

Mannauðsstefna ríkisins taki mið af almennum vinnumarkaði

Taka þarf mið af samspili við almennan vinnumarkað við endurskoðun á stefnu stjórnvalda í mannauðsmálum. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Að mati ráðsins ætti að leggja sérstaka áherslu á að jafna réttindi opinberra starfsmanna og þeirra á almennum vinnumarkaði, meðal annars hvað varðar …
28. maí 2025

Slúbbertar í skjóli BSRB

BSRB segir að ekkert hindri stjórnendur við að segja upp starfsfólki. En stjórnendurnir segja annað. Í könnun meðal forstöðumanna ríkisstofnana töldu 81% þeirra sem tóku afstöðu að framkvæmd áminninga og uppsagna væri flókin og erfitt að beita þeim.
28. maí 2025

Sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera

Viðskiptaráð hefur tekið saman sex smásögur sem varpa ljósi á hvernig rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna getur komið í veg fyrir uppsagnir „svartra sauða“ sem reynast óhæfir í starfi. Í frásögnunum eru misbrestir eða brot staðfest af dómstólum en reglur um starfslok koma engu að síður í veg …
27. maí 2025

Starfsfólk Viðskiptaráðs heimsótti Washington DC

Starfsfólk Viðskiptaráðs heimsótti um miðjan maí Washington DC. Í heimsókninni var hugveitan The Heritage Foundation sótt heim þar sem rætt var um tollastefnu Bandaríkjanna og yfirferð á fyrstu mánuðum í stjórnartíð Donald Trump.
26. maí 2025

Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna

Rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kemur í veg fyrir að stjórnendur geti brugðist við slakri frammi­stöðu eða brotum í starfi. „Svartir sauðir“ haldast því áfram í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. Viðskiptaráð áætlar að þessi kostnaður nemi 30-50 ma. kr. á ári. Ráðið …
22. maí 2025

Frumvarp um skammtímaleigu gengur gegn markmiðum sínum

Nýtt frumvarp, sem takmarkar skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis, gengur gegn markmiðum sínum. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Þá varar ráðið við því að strangari reglur um skammtímaleigu ýti undir ólöglega starfsemi og auki réttaróvissu. Ráðið hefur sérstakar áhyggjur af tillögu frumvarpsins um …
21. maí 2025

Breyting sem bitnar helst á fjölmiðlum sem veita stjórnvöldum aðhald

Viðskiptaráð lýsir áhyggjum af auknum umsvifum RÚV og minnkandi sjálfstæði einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins um frumvarp sem felur í sér breytingar á opinberu styrkjakerfi fjölmiðla. Ráðið gagnrýnir styrkjakerfið sem viðheldur ósanngjörnu samkeppnisumhverfi þar sem …
20. maí 2025

Leggja ætti niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og endurhugsa kerfið í heild

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ráðið fagnar þeim umbótum sem boðaðar eru á jöfnunar­­fyrirkomulagi sveitarfélaga í fyrirliggjandi frumvarpi, en telur að tilefni sé til róttækari endurskoðunar. Ráðið ítrekar að núverandi fyrirkomulag …
14. maí 2025

Fjárfestingar í verðbréfasjóðum tvískattlagðar: bréf til fjármálaráðherra

Viðskiptaráð hefur sent fjármála- og efnahagsráðherra bréf með hvatningu um að lagfæra ágalla sem veldur tvísköttun fjárfestinga á milli fyrirtækja í gegnum verðbréfasjóði. Í bréfinu er bent á að þessi tvískattlagning dragi úr samkeppnishæfni skattkerfisins og umfangi fjárfestinga hérlendis.
14. maí 2025