Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Breyting á lögum um Landsvirkjun

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Landsvirkjun nr. 42/1983 (16. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga. Viðskiptaráð tekur undir mikilvægi þess að Landsvirkjun verði sett eigendastefna af …
27. nóvember 2013

Skýrsla ráðgjafahóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sæstreng til Evrópu

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sæstreng til Evrópu (59. mál). Ráðið telur ótímabært að veita efnislega ábendingar við tiltekna þætti skýrslunnar, en telur tillögur ráðgjafahópsins ágætan leiðarvísi fyrir …
27. nóvember 2013

Frumvarp um þunna eiginfjármögnun

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 (15. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái ekki fram að ganga að þessu sinni. Í grunninn er Viðskiptaráð sammála flutningsmönnum …
18. nóvember 2013

Breyting á lögum um 40 stunda vinnuviku

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsókn til velferðarnefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku nr. 88/1971 (19. mál). Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga að teknu tilliti til neðangreindrar athugasemdar.
18. nóvember 2013

Breyting á lögum um verslanaskrár, firmu, prókúruumboð, lögum um sameignarfélög og lögum um fyrirtækjaskrá

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslanaskrár, firmu, prókúruumboð, lögum um sameignarfélög og lögum um fyrirtækjaskrá (132. mál). Ráðið leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.
18. nóvember 2013

Breyting á lögum um greiðsluþjónustu

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu (9. mál). Þrátt fyrir að Viðskiptaráð sé í grunninn sammála frumvarpshöfundum um mikilvægi neytendaverndar og þess að draga úr skuldsetningu …
6. nóvember 2013

Þingsályktunartillaga um mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum (7. mál). Viðskiptaráð leggur til að tillagan verði samþykkt. Heilt yfir tekur Viðskiptaráð undir með flutningsmönnum tillögunnar um mikilvægi …
6. nóvember 2013

Þingsályktunartillaga um mótun viðskiptastefnu Íslands

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um mótun viðskiptastefnu Íslands (35. mál). Ráðið leggur til að tillagan verði samþykkt. Viðskiptaráð tekur heilshugar undir með flutningsmönnum tillögu þessarar.
6. nóvember 2013

Forsendur fjárlagafrumvarps

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014 (3. mál). Eins og komið er inná í umsögn Viðskiptaráðs við 2. þingmál er vert að nefna hentugleika þess að frumvörp af þessum toga …
29. október 2013

Lagafrumvarp um stimpilgjald

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um stimpilgjald (4. mál). Þrátt fyrir að Viðskiptaráð sé almennt mótfallið stimpilgjöldum þá er rétt að fagna frumvarpi þessu enda um heildstæða nálgun á viðfangsefnið að ræða þar sem …
29. október 2013

Lagafrumvarp um tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps fyrir árið 2014

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014 (2. mál). Heilt yfir má segja að frumvarp þetta sé tíðindalítið miðað við sambærileg frumvörp undanfarin ár, eins og skattayfirlit …
29. október 2013

Fiskveiðistjórnunarfrumvörp

Stjórn fiskveiða á Íslandi mun ávallt hafa afgerandi áhrif á efnahagsumsvif og almenn lífskjör. Tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og veiðigjaldi liggja nú fyrir, en við mat á þeim skiptir mestu að til grundvallar liggi samstaða um að viðhalda verðmætasköpun …
20. apríl 2012

Fiskveiðistjórnunarfrumvörp

Stjórn fiskveiða á Íslandi mun ávallt hafa afgerandi áhrif á efnahagsumsvif og almenn lífskjör. Tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og veiðigjaldi liggja nú fyrir, en við mat á þeim skiptir mestu að til grundvallar liggi samstaða um að viðhalda verðmætasköpun …
20. apríl 2012

Fjárlög 2012: Áframhaldandi skattlagning

Fyrir Alþingi liggja nú nokkur frumvörp tengd fjárlögum næsta árs. Viðskiptaráð hefur skilað umsögnum til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við tvö þeirra og reifað markvisst þá afstöðu sína að núverandi skattastefna sé skaðleg atvinnulífi og heimilum og þar með rekstri ríkissjóðs.
16. nóvember 2011

Fjárlög 2012: Áframhaldandi skattlagning

Fyrir Alþingi liggja nú nokkur frumvörp tengd fjárlögum næsta árs. Viðskiptaráð hefur skilað umsögnum til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við tvö þeirra og reifað markvisst þá afstöðu sína að núverandi skattastefna sé skaðleg atvinnulífi og heimilum og þar með rekstri ríkissjóðs.
16. nóvember 2011

Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki

Nú liggur fyrir Alþingi nýlegt frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki og hefur Viðskiptaráð sent inn umsögn varðandi það til allsherjarnefndar alþingis.
12. mars 2010

Nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið – ekki gengið nógu langt

Viðskiptaráð Íslands hefur lengi barist fyrir því að opinbert eignarhald á RÚV verði lagt af og stofnunin einkavædd. En Í ljósi þess að ekki er vilji til þess meðal stjórnvalda er afar mikilvægt að tekið verði alfarið fyrir þátttöku RÚV á samkeppnis-mörkuðum, t.a.m. á auglýsingamarkaði. Því miður þá …
19. desember 2008

Nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið – ekki gengið nógu langt

Viðskiptaráð Íslands hefur lengi barist fyrir því að opinbert eignarhald á RÚV verði lagt af og stofnunin einkavædd. En Í ljósi þess að ekki er vilji til þess meðal stjórnvalda er afar mikilvægt að tekið verði alfarið fyrir þátttöku RÚV á samkeppnis-mörkuðum, t.a.m. á auglýsingamarkaði. Því miður þá …
19. desember 2008

Breytt fyrirkomulag skattlagningar söluhagnaðar skref í rétta átt

Viðskiptaráð Íslands fagnar því að Alþingi hafi í gær samþykkt frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt. Frumvarpið felur í sér að hagnaður fyrirtækja af tilteknum afleiðuviðskiptum og sölu hlutabréfa, óháð tímalengd eignarhalds, er nú frádráttarbær frá tekjum þeirra.
16. maí 2008

Breytt fyrirkomulag skattlagningar söluhagnaðar skref í rétta átt

Viðskiptaráð Íslands fagnar því að Alþingi hafi í gær samþykkt frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt. Frumvarpið felur í sér að hagnaður fyrirtækja af tilteknum afleiðuviðskiptum og sölu hlutabréfa, óháð tímalengd eignarhalds, er nú frádráttarbær frá tekjum þeirra.
16. maí 2008
Sýni 441-460 af 465 samtals