
Kosningafundur Viðskiptaráðs fór fram í Hörpu í dag, miðvikudaginn 13. nóvember. Beint streymi var frá fundinum og hófst útsending kl. 9.00.
13. nóvember 2024

Gerðar eru viðamiklar breytingar á stuðningsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja í gegnum bandorminn svokallaða. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að falla frá breytingunum enda sé nauðsynlegt að áhrif jafn viðmikilla breytinga séu metin með fullnægjandi hætti ella sé hætt við að breytingarnar stefni …
6. nóvember 2024

Ár hvert hljóta frjáls félagasamtök milljarða króna í styrki frá ráðuneytum og ríkisstofnunum. Lítið gagnsæi ríkir um umfang þessara styrkja, til hverra þeir eru veittir og á hvaða grundvelli. Viðskiptaráð leggur til þrjár leiðir til að auka gagnsæi og aðhald með þessum styrkveitingum.
31. október 2024

Jóhann J. Ólafsson, fyrrverandi formaður og núverandi heiðursfélagi Viðskiptaráðs, hefur fært ráðinu að gjöf eftirlíkingu af ferðaskrifborði sem Thomas Jefferson notaði til skrifa sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Andri Þór Guðmundsson, núverandi formaður ráðsins, veitti gjöfinni viðtöku.
30. október 2024

Viðskiptaráð efnir til kosningafundar í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „Horfum til hagsældar.“ Þar munu leiðtogar stjórnmálaflokka ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild.
28. október 2024

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru lagabreytingar tengdar fjárlögum. Þar er einnig áformað að draga úr stuðningi við rannsóknir og þróun, þvert á yfirlýsingar fráfarandi stjórnvalda.
22. október 2024

Grunnskólakennurum hefur fjölgað hraðar en nemendum undanfarin ár. Þá er kennsluskylda lítil, veikindi algeng, kennarar margir og kostnaður hár samanborið við önnur ríki. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektar Viðskiptaráðs á hagkvæmni íslenskra grunnskóla í alþjóðlegu samhengi.
21. október 2024

„Í stað innstæðulausra inngripa í kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði ættu stjórnvöld að einbeita sér að því að skila hallalausum fjárlögum.“ Þetta kemur fram í grein sem Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, skrifar.
17. október 2024

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend fyrirtæki, bæði hvað varðar sölu og auglýsingar á áfengi. Jafna ætti samkeppnisstöðu fyrirtækja á Íslandi með fullu afnámi ríkiseinokunar og auglýsingabanns til samræmis við löggjöf annarra Evrópuríkja. Þetta kemur fram í …
15. október 2024

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda vænkast vegna frjáls framtaks fólks og fyrirtækja með nýjum vörum, þjónustu og nýsköpun – ekki auknum ríkisútgjöldum til eftirlitsstofnana og hagsmunasamtaka.
10. október 2024

Í fjárlögum 2025 er áformað að reka ríkissjóð með 41 ma. kr. halla, sem væri sjöunda ár hallarekstrar í röð. Að mati Viðskiptaráðs er tímabært að stjórnvöld loki fjárlagagatinu. Ráðið leggur fram níu hagræðingartillögur sem bæta afkomu ríkissjóðs um 44,6 ma. kr. og leiða til 3,6 ma. kr. afgangs í …
8. október 2024

Viðskiptaráð ítrekar þá afstöðu sína að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, jafnan nefnd rammaáætlun, þjóni ekki markmiðum sínum.
30. september 2024

Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var lagt fram á dögunum. Samkvæmt því verða útgjöld ríkissjóðs 1.489 milljarðar króna á næsta ári og aukast um 5,8% á milli ára. Útgjaldavöxturinn er þó misjafn eftir ráðuneytum og málaflokkum. Þá vega verkefni misjafnlega þungt í ríkisrekstrinum.
27. september 2024

Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni …
25. september 2024

Viðskiptaráð hefur metið efnahagsleg áhrif 150 loftslagsaðgerða stjórnvalda. Úttektin leiðir í ljós að tvær af hverjum þremur aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif. Ráðið hvetur stjórnvöld til að endurskoða núverandi nálgun og meta kostnað loftslagsaðgerða áður en lengra er haldið.
18. september 2024

Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram fyrsta frumvarpið sem felur í sér afhúðun. Nái frumvarpið fram að ganga mun það létta á reglubyrði hér á landi.
17. september 2024

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. september. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tók sæti í stjórn skólans. Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, tók sæti í háskólaráði.
13. september 2024

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir jafn mikið og Íslendingar. Takmarkanir stjórnvalda hafa valdið því að stór og hratt vaxandi hluti þessara veðmála fer fram utan landsteinanna. Viðskiptaráð leggur til að veðmál verði leyfð hérlendis með upptöku starfsleyfa …
12. september 2024

Ný tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærnireikningsskil mun hafa áhrif á flestöll fyrirtæki á Íslandi. Það er vegna nýrrar kröfu um að upplýsingaskylda nái til virðiskeðju þeirra fyrirtækja sem falla undir hana.
10. september 2024

Ekki er þörf á fleiri starfshópum eða skýrslum til að greina augljósa galla við framkvæmd heilbrigðiseftirlits. Tími er kominn til að taka ákvörðun og einfalda kerfið. Viðskiptaráð leggur til að heilbrigðisumdæmum verði fækkað úr níu í eitt.
4. september 2024
Sýni 201-220 af 2792 samtals