Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Hætt við að íslenskir neytendur beri kostnaðinn á endanum

Viðskiptaráð telur brýnt að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra miðla. Ráðið lýsir hins vegar yfir efasemdum um að menningarframlag sé best til þess fallið.
7. júní 2024

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ætlað tryggja góða neytendavernd, tryggja bætt samræmi við EES-rétt, auka skýrleika og létta reglubyrði. Viðskiptaráð skilaði umsögn ásamt fleiri samtökum í Húsi atvinnulífsins þar sem útfærslur í frumvarpinu eru gagnrýndar …
5. júní 2024

Endurskoða þarf lögverndun starfa

Fjöldi lögverndaðra starfsgreina og starfa á Íslandi er umtalsvert hærri en í öðrum löndum innan Evrópu og OECD. Viðskiptaráð telur þörf á að endurskoða lög um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum og meta þarf hvort þau standist kröfur um málefnalegar takmarkanir …
31. maí 2024

Umsögn um frumvarp til laga um listamannalaun (nýir sjóðir og fjölgun úthlutunarmánaða)

Viðskiptaráð Íslands leggur til að frumvarpið verði endurskoðað. Nái frumvarpið fram að ganga munu útgjöld ríkissjóðs til launasjóða listamanna aukast um 70% í skrefum til ársins 2028, úr 977 milljónum í 1.677 milljónir á ári. Í ljósi þess efnahagsástands sem ríkir nú, þ.e. hárrar verðbólgu og …
27. maí 2024

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (erlendar fjárfestingar)

Viðskiptaráð Íslands telur markmið frumvarpsins og útfærslu þess til mikilla bóta og væntir þess að það einfaldi skattframkvæmd og styðji við aukna erlenda fjárfestingu hér á landi, samfélaginu öllu til hagsbóta.
24. maí 2024

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðarsjóð

Viðskiptaráð Íslands leggur áherslu á að fórnarkostnaðurinn við að veita fjármunum í Þjóðarsjóð sé hár. Hann kemur annars vegar fram í formi hærri skatta og/eða minni ríkisútgjalda. Jafnframt þarf að hafa í huga að ráðstöfun sem þessi, sem mun fela í sér þörf á minni útgjöldum eða hærri sköttum, …
24. maí 2024

Aukið framboð af íþyngjandi kvöðum

„Auðvitað eiga leikreglur á markaði að vera skýrar og stuðla að jafnræði milli aðila, en þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu fela einkum í sér takmarkanir á eignarrétti og samningsfrelsi, aukið flækjustig og íþyngjandi aðkomu stjórnvalda að einkaréttarlegum samningum milli aðila. …
22. maí 2024

Umsögn um skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála

Viðskiptaráð fagnar vinnu verkefnisteymisins og markmiðum um að einfalda og stytta afgreiðslutíma en um leið tryggja gæði og gagnsæi við leyfisveitingar.
18. maí 2024

Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um stefnu í neytendamálum til 2030

Viðskiptaráð Íslands gerir athugasemdir við að þrátt fyrir að eðli máls samkvæmt kalli margar aðgerðanna á fjármagn er hvergi að finna kostnaðarmat né umfjöllun um fjármögnun þeirra. Þá telur ráðið tillöguna gefa tilefni til að hvetja stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda felst …
14. maí 2024

Þung skattbyrði og mikil verðbólga undirstrika þörf á aðhaldi

„Útgjaldavöxtur síðustu ára hefur kynt undir háa verðbólgu og valdið bæði heimilum og fyrirtækjum búsifjum.“
8. maí 2024

Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029. Viðskiptaráð telur þörf á frekara aðhaldi í áætlunni, ganga eigi lengra í eignasölu eftir Íslandsbanka til að minnka skuldir ríkissjóðs, og að tímabært sé að endurhugsa húsnæðisstuðning vegna kostnaðar.
6. maí 2024

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlunar (virkjunarkostir í vindorku)

Viðskiptaráð Íslands hefur staðfastlega hvatt stjórnvöld til þess að greiða fyrir aukinni orkuframleiðslu. Það má m.a. gera með því að einfalda, skýra og hraða málsmeðferð líkt og bæði Evrópusambandið og nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Núverandi takmarkanir hafa hægt á eða komið í veg fyrir aukna …
3. maí 2024

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um Orkusjóð

Viðskiptaráð Íslands telur breytt frumvarp til breytinga á lögum um Orkusjóð til bóta og að með því séu stigin skref í átt að einfalda styrkveitingarkerfi hins opinbera. Viðskiptaráð fagnar áformum um aukinn stuðning við nýsköpun og grænar lausnir en telur að þeim markmiðum megi ná fram með …
3. maí 2024

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt og lögum um kílómetragjald

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarpið og telur fyrirhugaðar breytingar til mikilla bóta. Viðskiptaráð leggur til að breytingar á virðisaukaskattslögum nái fram að ganga og bindur vonir við að með þeim taki löggjöfin af öll tvímæli um hvenær sala til erlendra aðila sé undanþegin …
2. maí 2024

Umsögn um frumvarp til laga um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka

Viðskiptaráð Íslands fagnar áformum um að gengið verði frá sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem eru í samræmi við gildandi fjárlög, fjármálaáætlun og stjórnarsáttmála.
2. maí 2024

Umsögn um frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar ofangreind áform. Ráðið fagnar að með því sé stigið skref í átt að sameiningu sjóða sem falla undir málefnasvið ráðuneytisins og hvetur til áframhaldandi vinnu á fleiri málefnasviðum í samstarfi við önnur ráðuneyti.
30. apríl 2024

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.
30. apríl 2024

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.
30. apríl 2024

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar ofangreint frumvarp en því er ætlað að auka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í leigufélögum.
29. apríl 2024

Meiri pening, takk

„Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt.“
19. apríl 2024
Sýni 241-260 af 2786 samtals