Viðskiptaráð Íslands

Fréttir og málefni

Talsmenn tolla gefa engan afslátt

Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. Tollar eru enda í eðli sínu ofurskattar á mat. Þeir valda því til dæmis að 90% skattur er lagður á innfluttan rjómaost og 105% …
15. ágúst 2024

Sex tillögur til að auka skilvirkni leyfisveitinga

Viðskiptaráð Íslands fagnar áframhaldinu vinnu stjórnvalda við að auka skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála á Íslandi með endurhönnun ferla, endurskoðun regluverks, stafrænum lausnum og breyttu verklagi. Ráðið vísar til umsagnar á fyrri stigum og er fylgjandi þeim markmiðum að …
14. ágúst 2024

Meiriháttar munur á færni eftir grunnskóla

Meiriháttar munur var á færni barna eftir grunnskóla árið 2012. Þetta sýna niðurstöður PISA-kannana í Reykjavík sundurgreindar eftir skóla. Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um nýrri gögn fyrir landið allt. Beiðnin er send vegna óbreyttra áforma ráðuneytisins …
13. ágúst 2024

Allt að 43% lægra matvöruverð án tolla

Afnám tolla myndi lækka verð á matvörum um allt að 43%. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda.
8. ágúst 2024

Spákaupmaðurinn ríkissjóður

Í stað þess að draga saman seglin í aðgerðum og stuðla að þannig lægra fasteignaverði hafa stjórnvöld boðað frekari inngrip á fasteignamarkaði.
26. júlí 2024

Þrjár áréttingar um grunnskólamál

Umsögn Viðskiptaráðs um áform stjórnvalda um endanlegt afnám samræmdra prófa hefur skapað mikla umræðu. Viðskiptaráð fagnar henni en lýsir yfir vonbrigðum með viðbrögð mennta- og barnamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Vegna ummæla þeirra vill ráðið koma þremur atriðum á framfæri.
24. júlí 2024

Brotið gegn jafnræði í grunnskólum

Misræmi er á milli skólaeinkunna úr íslenskum grunnskólum, en nemendur með sömu einkunnir búa yfir mismikilli færni eftir því úr hvaða skóla þeir koma. Skólaeinkunn ræður tækifærum við val á framhaldsskóla, svo grunnskólabörnum er í dag mismunað eftir búsetu. Þetta kemur fram í nýrri umsögn …
19. júlí 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, eða frá kl. 10:00-14:00. Þá munu nýjar verðskrár vegna upprunavottorða og ATA Carnet skírteina taka gildi þann 1. september næstkomandi.
12. júlí 2024

Markmiðin göfug, áhrifin öfug

Innviðaráðherra birti grein í Morgunblaðinu í gær og gagnrýndi Viðskiptaráð fyrir úttekt á efnahagslegum áhrifum þingmála síðasta vetrar. Úttektin sýndi að heildaráhrif þingmála ríkisstjórnarinnar voru lítillega jákvæð. Af einstökum ráðuneytum höfðu þingmál innviðaráðuneytisins hins vegar …
11. júlí 2024

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í vetur?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum þingmála ríkisstjórnarinnar á nýafstöðnum vetri. Samtals höfðu 63 þingmál ríkisstjórnarinnar markverð áhrif og heildaráhrif þeirra eru lítillega jákvæð. Áhrif eftir ráðuneytum voru misjöfn, en þingmál Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, …
4. júlí 2024

Útborgunardagurinn er í dag

Útborgunardagurinn 2024 er í dag, þann 27. júní. Frá þessum degi byrjar starfsmaður að vinna fyrir útborguðum launum, en frá áramótum þar til nú hefur hann unnið fyrir sköttum, réttindum og lífeyrissparnaði.
27. júní 2024

Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hátíðarræðu. Þar fjallaði hann um glæsilegan árangur HR frá stofnun, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, og setti hann í …
24. júní 2024

Verðmæti fólgin í menntun og hæfni

Að mati Viðskiptaráðs er það hagur innflytjenda og samfélagsins að hæfni og færni nýtist sem best. Mat á menntun leikur þar lykilhlutverk en innflytjendur eru líklegri til að sinna störfum þar sem menntun þeirra og starfsreynsla nýtist ekki þrátt fyrir að menntunarstig þeirra sé sambærilegt við …
21. júní 2024

Brýnt að auka orkuframleiðslu

Að mati Viðskiptaráðs skýtur það skökku við að færa virkjunarkosti í verndarflokk þegar endurskoðun laga um rammaáætlun stendur yfir.
21. júní 2024

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu árum sat Ísland í 25. sæti. Litlar framfarir hafa þó orðið síðustu 2-3 ár og Ísland er ennþá eftirbátur annarra Norðurlanda í samkeppnishæfni.
21. júní 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 árið 2024 samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Í fyrra sat Ísland í 16. sæti.
20. júní 2024

Nýjar tillögur starfshóps gegn gullhúðun

Tillögur starfshóps miða að því að auka gæði lagasetningar við innleiðingu EES-gerða til að forðast gullhúðun sem kemur niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á innri markaði EES. Tillögurnar byggja á niðurstöðu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði til að skoða aðgerðir gegn gullhúðun …
19. júní 2024

Unglingadrykkja hrunið síðustu 30 ár

Undanfarin 30 ár hefur unglingadrykkja á Íslandi hrunið. Árið 1995 höfðu 80% nemenda í 10. bekk drukkið áfengi og 65% orðið mjög drukkin, en í dag eru hlutföllin 32% og 12%.
18. júní 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 20. júní 2024 í Borgartúni 35.
14. júní 2024

Ekkert sérstakur vaxtastuðningur

„Þótt margir gleðjist eflaust yfir því að fá millifært úr ríkissjóði er hér um skammgóðan vermi að ræða. Stuðningurinn hefur verðbólguhvetjandi áhrif með þenslu og hallarekstri, hefur neikvæð áhrif á hegðun og gagnast ekki þeim sem þurfa á stuðningi að halda.“
13. júní 2024
Sýni 221-240 af 2786 samtals