
Í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar ætla AMIS og Íslandsstofa að bjóða upp á erindi með bandaríska samfélagsmiðlagúrúnum og Íslandsvininum Oliver Luckett.
11. október 2016

Áætlað er að fara með sendinefnd á vegum Grænlenska-íslenska viðskiptaráðsins, GLÍS, til NUUK dagana 3. - 5. október.
3. október 2016

Fimmtudaginn 29. september, stendur Viðskiptaráð, ásamt Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), fyrir morgunverðarfundi kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel Reykjavík um íslenska skattkerfið. Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu …
29. september 2016

Önnur úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands fer fram fimmtudaginn 15. september kl. 15.00-16.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Á úthlutunarfundinum verður tilkynnt um styrkþega ársins 2016 og munu þeir í kjölfarið kynna verkefni sín. Auk þess munu styrkþegar ársins 2015 …
15. september 2016

AMIS býður félögum sínum að taka þátt í árlegu New York kvöldi laugardaginn 10. september. Sem fyrr verður boðið upp á einstaka upplifun í mat og drykk, auk þéttskipaðrar skemmtidagskrár þar sem atvinnumenn stíga á stokk og skemmta veislugestum. Sjá nánar á vef Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.
10. september 2016

Aðalfundur Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins fer fram 2. september kl. 13.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Nánari upplýsingar á vef Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.
2. september 2016

Við ræðum úrsögn eins stærsta hagkerfis heims úr Evrópursambandinu (ESB). Hvaða áhrif mun úrsögn Breta úr ESB hafa á Íslandi? Þeirri spurningu verður velt upp á hádegisverðarfundi Bresk-íslenska viðskiptaráðsins (BRÍS).
1. september 2016

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið (AMIS) heldur fund 24. ágúst n.k. í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 8. nóvember. Hvað er að gerast í kosningabaráttunni vestra? Getur það verið að forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum komist upp með að kalla andstæðing sinn djöfulinn? Er tölvupóstmáli …
24. ágúst 2016

Fransk-íslenska viðskiptaráðið (FRIS) stendur fyrir móttöku og viðskiptakvöldverði í París þriðjudagskvöldið 21. júní í tengslum við þátttöku Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016. Viðburðurinn verður haldinn í fallegum báti við Signubakka, við hlið Eiffel turnsins, og hefst kl. 19:00.
21. júní 2016

VÍB og Viðskiptaráð Íslands bjóða á morgunverðarfund með ráðamönnum ríkis og borgar auk fulltrúa atvinnulífsins í Hörpu þriðjudaginn 31. maí kl. 8.15-10.00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektar viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2016.
31. maí 2016

Árlegt golfmót Bresk-íslenska viðskiptaráðsins fer fram á Belfry vellinum þann 26. maí nk. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar en golfmótið býður upp á gott tækifæri til að stækka tengslanetið. Á síðasta móti voru yfir 60 þátttakendur sem komu frá Íslandi, Bretlandi og víðar í heiminum.
26. maí 2016

Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins standa að morgunverðarfundi um samvistir lífeyrissjóða og almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaði fimmtudaginn 26. maí kl. kl. 8.30-10.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.
26. maí 2016

Stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 23. maí 2016, kl. 12:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.
23. maí 2016

The Arctic Circle Greenland Forum will be held May 17-19 in Nuuk. The Forum is being organized in cooperation with the Government of Greenland - Naalakkersuisut - and will focus on economic development for the peoples of the Arctic.
17. maí 2016

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið og IACC standa fyrir heimsókn til Boston dagana 8.-11. maí nk. Í ferðinni verður lögð áhersla á heimsóknir í fyrirtæki og áhugaverða fundi. Sjónum verður beint að fjármögnun og nýsköpun og samspili þessara þátta. Þátttakendur fá innsýn í stöðu og horfur í bandarísku …
8. maí 2016

Sænsk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir hádegisverðarfundi í húsakynnum Carnegie Investment Bank AB í Stokkhólmi þann 26. apríl kl. 13.00-14.30. Sérstakur gestur fundarins er Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í fótbolta og mun hann fara yfir vegferð sína með íslenska landsliðinu á EM 2016.
26. apríl 2016

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins standa að morgunverðarfundi um inngrip stjórnvalda á mörkuðum á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 26. apríl kl. 8.30-10.00. Meðal þess sem fjallað verður um á fundinum eru heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar á mörkuðum, markaðsrannsóknir …
26. apríl 2016

Aðalfundur Norsk-íslenska viðskiptaráðsins verður haldinn í Ósló þriðjudaginn 26. apríl kl. 15.00. Fundurinn fer fram í Bygdøy, Langviksveien 6. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
26. apríl 2016

Einn fremsti handboltaþjálfari heims, Dagur Sigurðsson, heldur erindi á hádegisverðarfundi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 18. apríl kl.12.00-13.30. Dagur segir frá sögu mótlætis, stjórnunar, uppbyggingar liðsheildar, sérvisku og sigra – fyrir og eftir …
18. apríl 2016

Bresk-íslenska viðskiptaráðið er einn af aðstandendum The Iceland Conference sem haldin er á vegum Euromoney. Ráðstefnan fer fram á The Waldorf Hilton í London þriðjudaginn 12. apríl nk. Aðalræðumenn eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.
12. apríl 2016
Sýni 81-100 af 409 samtals